Hóhóhó og allt það, mér hefur liðið dálítið eins og jólasveini undanfarna daga, þá aðalega út af risa gjafaleiknum sem núna er í gangi ásamt því að vera að gefa aukagjafir á svartahvitu snapchat og til að toppa það þá fær sonur minn í fyrsta skipti í skóinn í ár. Já það er aldeilis gjafagleði hér á bæ og þá er tilvalið að birta fyrsta jólagjafahugmyndalistann minn.
Ef það er eitthvað sem mér þykir extra skemmtilegt að gera fyrir bloggið eða tímarit þá eru það einmitt þessir óskalistar. Nokkrir hlutir á listanum hafa nú þegar ratað inn á mitt heimili á meðan að aðrir sitja sem fastast á óskalistanum fyrir seinni tíma, en eitt eiga allir þessir hlutir sameiginlegt – mér finnst þeir vera gordjöss. Vonandi kemur þessi listi að góðum notum fyrir ykkur sem eruð í jólagjafastússi.
// 1. Fallegt veggspjald með ljósmynd Via Martine, Rökkurrós. // 2. Panthella mini sem mun einn daginn rata hingað heim, Epal. // 3. Hrikalega fallegur blómavasi á fæti frá Nordstjerne, Snúran. // 4. Mig dreymir um að byrja að safna bollum frá Royal Copenhagen í línunni Fluted Mega, Kúnígúnd. // 5. Litlir og sætir kertastjakar úr Ultima Thule línu Iittala, söluaðilar Iittala. // 6. Hafið þið séð jafn fínan hitaplatta? Þessi er extra fallegur og fæst í Kokku. // 7. Glerlína Omaggio frá Kähler er loksins mætt á klakann og þessi bleiki talar sérstaklega til mín. Ég ætla að gefa einn slíkann á snapchat á morgun – fylgstu með, Epal. // 8. Bleik handklæði er bæði mjúk og falleg jólagjöf. Snúran. // 9. Gylltur og glæsilegur blómapottur, Módern. // 10. Stelton hitakannan er klassík sem á heima á hverju heimili, Kokka. // 11. Bleikur púði í sófann, Línan. // 12. Fallegur hringur, Hlín Reykdal. // 13. Glam bolli eða jafnvel undir tannburstana (fleiri orð til), Norr11. // 14. Bitz skálar og diskar hafa átt hug minn undanfarna mánuði, Snúran. // 15. Eitt skópar er skylda á alla jólagjafalista hjá mér, ég á þetta par sjálf og elska það, Bianco. // 16. Ekta sófaborðsbók fyrir tískuunnandann, Myconceptstore.is. //
Fylgist vel með á snapchat á morgun þann 14. desember þar sem hægt verður að næla sér í fallega bleikann gler Omaggio vasa ♡
Skrifa Innlegg