fbpx

Jeffrey Campbell í fyrsta skipti á Íslandi

Uncategorized

Eins og þið margar eflaust vitið þá er Einvera að taka inn nýtt
skómerki, Jeffrey Campbell! Þetta er í fyrsta skipti sem þetta merki
mun fást á Íslandi og munu skórnir koma í sölu í dag!!
Ég er alveg gríííðarlega spennt og mun klárlega líta við hjá þeim og
vonandi finna mér eitt fallegt par, þar sem þetta er eitt flottasta
skómerki í heiminum í dag!


Mér finnst þetta alveg frábært hjá stelpunum í Einveru, tími til
kominn að fá meiri fjölbreytni í verslanir hér heima:)


-R

pretty little liars

Skrifa Innlegg

24 Skilaboð

  1. birna h

    8. September 2010

    gaman að fá fjölbreytni, leiðinlegt ef fólk er ekki heiðarlegt.

    En ég keypti Jeffrey Campbell tube platform boot rauð með tréhæl (sem þið hafið bloggað um) og var í sjöunda himni en eftir að ég var búin að vera í skónum einu sinni, bara svona bæjarrölt þá losnar hællinn á báðum skónum!

    Ég þarf semsagt að fara með skóna til skósmiðs þegar þeir eru glænýjir sem er mjög súrt þegar maður er leyfa sér að kaupa dýra skó.

    Svo þegar ég fór að gá betur þá hafa fleiri stelpur sömu sögu að segja, þannig passið ykkur að skoða skóna eða fá ykkur skó sem eyðileggjast ekki við fyrstu notkun :(

    ein sár

  2. Thorhildur

    8. September 2010

    Gott framtak, er lengi búin að hugsa að einhver liggi á gullnámu með JC á íslandi.

    x

  3. Svart á hvítu

    8. September 2010

    Það ber samt að varast það að kjaftasögur er sjaldan heilagur sannleikur:)
    Ég er alveg steinhissa á þessum kommentum, hef nokkrum sinnum kíkt við hjá þeim að máta og hef alltaf fengið svo fáránlega góða þjónustu…
    Kíkti eitt sinn þangað með afa mínum sem ákvað svo að gefa barnabarninu sínu fallegt kögurveski og afgreiðslustelpan gaf honum feitann afslátt því henni fannst hann svo mikil dúlla:) Hahah ég hef allavega bara góða reynslu af Einveru, og ætla því að taka þessum kommentum með fyrirvara:)
    -Svana Lovísa

  4. Anonymous

    8. September 2010

    Þetta eru ekki kjaftasögur. Þetta er það sem ég hef sjálf upplifað og fólk í kringum mig. Er ávalt að reka mig á stelpur að segja sárar sögur frá því að kaupa eitthvað fyrir rosa pening, og sjá það svo helmingi ódýrari annarstaðar. Ég er ekki að tala um þeirra hönnun, eða þessi tilteknu merki líkt og JC sem þær eru að taka inn. Bara heildsölu dótið, er ekkert að setja út á þjónustu beint, bara á hvernig það getur verið að þær séu með 300% álagningu á vörum sem eru seldar annarstaðar mun ódýrari. Bara fyrir kúnnan að vera varkár.. ekkert persónulegt

  5. Anonymous

    8. September 2010

    Ps. Hún gat kannski gefið gamla manninum afslátt útaf ekki tapar hún á því.. álagninginn er svo há ;)

  6. Anonymous

    8. September 2010

    þær sjálfar eru frábærar og veita frábæra þjónustu. en þær selja samt vöruna langt umfram eðlilega álagningu. Mikið af þessu dóti er í öðrum búðum líka auk þess sem þær hafa stundum verið að selja vörur úr Primark með mjög mikilli álagningu, það er náttúrulega ekki alveg í lagi því fólk heldur að það sé kannski að kaupa meiri gæði. En ég hef ekkert út á þær persónulega að setja eða hönnun þeirra – alls ekki.

  7. Anonymous

    8. September 2010

    eyddiru hinum kommentunum eða er bilun í kerfinu?

  8. Svart á hvítu

    8. September 2010

    Ég efast nú um að þær séu með svona mikla álagningu á vörunum sínum eins og þið eruð að segja… Það er nú bara ekki svo óalgengt að sjá sömu vörur á tveimur stöðum með einhverjum verðmun, og ég efast um að Einvera sé eitthvað einsdæmi… Ég hef allavega ekkert nema góða reynslu af þessari verslun:)

  9. Anonymous

    8. September 2010

    Okey flott. helduru að það séu bara nokkrir sem eru að ljúga því sama upp á þær. all í góðu, held að fólk hafi bara verið að reyna vera vinsamlegt og benda á þetta… því miður eru alltof margir sem virðast ekki vita að það sé verið að svindla á þeim. Vinkona mína hefur verið í innkaupum fyrir margar búðir og ég veit að algengt verð á kjólum er kannski svona 6-10 pund í heildsölunum. Síðan eru þeir seldir á svona 12-15 þús. Þið getið svo dæmt um það hvað er eðlileg verðlagning. Sorglegt að þér finnist slæmt að það sé bent á það. Fólk á bara að hafa augun opin, ég er alls ekki að segja að það eigi að sleppa því að versla við þær. Bara kunn að meta hvað er í lagi og hvað ekki. Leiðinlegt að eyða 15 þúsund krónum í kjól ef þú getur svo fengið NÁKVÆMLEGA eins kjól annars staðar og sparað kannski 7000 krónur. Bara smá ábending.

  10. Anonymous

    8. September 2010

    Já sammála! :) Ef þú vilt láta taka þig í bossan, skiptir það litlu máli. Er bara að gera öðrum stelpum, sem eru kannski með takmarkaða peninga í buddunni að halda auga með þessu. Hef sjálf staðið við innkaup og verðið eru ekki svona

  11. Svart á hvítu

    8. September 2010

    Já ég ákvað að eyða nokkrum kommentum út því miður… Eins mikið og ég hef gaman af umræðu og get sjálf nöldrað daginn inn og daginn út yfir hárri verðlagningu á Íslandi, þá dreg ég algjörlega línuna þegar verið er að jarða íslenska verslun á opnum vef og hvað þá nafnlaust.

    p.s ég hef ALDREI eytt áður út kommentum og ætla ekki að venja mig á það:) promiss..

    -Svana

  12. Anonymous

    8. September 2010

    voru komment sem voru hent útaf áður en birna h kommentar ??? Maður kemur bara inní e-ð þras

  13. Svart á hvítu

    8. September 2010

    Já því miður en þá eru búin að koma þónokkur leiðinleg komment, og þegar fólk skrifar ekki undir nafni þá þykir mér ekki í lagi að koma með svona ásakanir.
    :)
    -S

  14. Ástríður

    8. September 2010

    Fyrirgefðu en ég skrifaði undir nafni og ef maður má ekki segja sannleikann hérna í þessum kommentum og allt er ritskoðað þá hef ég nú ekki mikinn áhuga á að heimsækja þessa síðu oftar.

    Ég var ekki með neinn rógburð og sagði algjörlega satt frá svo það sé á hreinu.

    Kv.
    Ástríður

  15. Anonymous

    9. September 2010

    Geðveikt að þessir skór séu loksins að koma, kom mér reyndar ekkert á óvart að Einvera kæmi með þá, það eru alltaf svo flottir skór þar. Veistu hvort hægt sé að sjá skónna sem eru að koma á netinu?

    Kveðja

    Hildur

  16. Svart á hvítu

    9. September 2010

    Nei ég veit ekki til þess að það sé hægt…:)

    -Rakel

  17. Kristjana

    9. September 2010

    Það er einfaldlega óeðlilega há verðlagning í Einveru og svo einfalt er það. Þá er ég ekki að tala um línuna þeirra Kalda..
    ég hef sjálf lent í því að kaupa mér kjól þar á 16.900 kr og svo fann ég nákvæmlega sama kjól á netinu á 30 pund!
    En þær eru mjög hæfileikaríkar í að velja inn í búðina þessar stelpur þær meiga eiga það.

  18. AM

    9. September 2010

    Ég bíst við því að þær geri þetta til að halda búðinni á lofti og halda henni gangandi til að geta selt sína eigin hönnun, Kalda. Ekki að ég viti það neitt þá held ég að þær hafi enga bakhjarla eða fjárfesta svo að einhvernveginn verða þær að fá inn peninga í fyrirtækið því svona vörur, eins og Kalda, þær fljúga ekkert út eins og heitar lummur þó þær séu mjög fallegar og eftirsóttar.
    Það eru margar verslanir, sérstaklega hönnunar, sem hafa ákveðnar vörur sem seljast vel og skila inn peningum í fyrirtækið jafnt og þétt til þess að halda öllu á floti og svo hægt sé fyrir mig og þig að fara þarna og kaupa fallega hönnun beint af hönnuðinum.
    Mig grunar að þannig sé staðan. Þetta eru, án þess að detta í kreppu predikun, erfiðir tímar og stundum þarf maður að gera ýmislegt til að láta hlutina ganga upp.
    Þeim langar að gera þetta, þetta gengur upp og gengur vel. End of stoy.

  19. Anonymous

    9. September 2010

    Sé ekki að það skipti máli hort nafn komi við í þessu samhengi. Gæti alveg skrifað Júlía, eða Sara. Skiptir engu máli, þú ert greinilega vinkona þeirra, og stendur í vörn fyrir þær. Mér er alveg sama þótt það sé erfitt að halda þeirra eigin hönnun á floti, þú setur ekki 300-400% á vöru sem er fjölda framleitt, seld í “sjoppu” heildsölum á götu í London? … og guð má vita hvaðan sú vara kemur þangað? þetta snýst um princip?

  20. Anonymous

    9. September 2010

    sammála AM, Skórnir þeirra eru á ótrúlega samgjörnu verði og hönnuni þeirra ódýrari en hjá mörgum öðrum hönnuðum. Það sem ég fíla líka við Einveru er hvað það er lítið magn að hverju. Lítið magn hærri álagnin hjá heildsölum? virkar þetta ekki þannig? Annars finnst mér í heildina Einvera mun fallegri búð en flestar af þessum búllum hérna heima. Ég held það megi bara hver dæma fyrir sig af eigin reynslu. Án þess að ég viti nákvæmlega um þetta, en það er alltaf hægt að draga fram eitthvað neikvætt…

    Kveðja

    Guðrún

  21. ólöf

    10. September 2010

    haha hvað er í gaaaaangi!

    það er nú meira hvað fólk nennir að rífast á netinu stundum..gott að vera meðvitaður en þetta er hvorki staður né stund fyrir eitthvað niðurrif, held ég..

    ég er sjálf nokkuð sátt bara með Einveru, vissulega var ég hissa að heyra um verðlagninguna og muninn á þeim og þessarri verslun í Smáralind, en ég hef alltaf fengið góða þjónustu og mér finnst ennþá eðlilegra að borga 15.000 krónur fyrir kjól sem er nokkuð sérstakur og til í fáum eintökum hér heima heldur en að borga 15.000 krónur fyrir ennþá algengari kjól og sjá aðra hverja stelpu ganga um í sama kjól, eins og gerist oft hérna á Íslandi..og þeirra hönnun er líka á mjög viðráðanlegu verði..:)

    hvernig væri annars bara að semja um frið?;)

    ps. mér finnst alveg eðlilegt að þú delete-ir niðurrif og ærumeiðingar af netinu þó gott sé að leggja það ekki í vana sinn..ég sjálf eyddi typpa-spami út hjá mér um daginn haha

  22. Anonymous

    11. September 2010

    Mér finnst Einvera einfaldega flottasta búðin í bænum, og skórnir eru æðislegir!!

  23. Lúlla

    13. September 2010

    Jájájájá.. blabla! í heildsölum þarf maður alltaf að taka visst magn, það er minimum! :)

  24. Alda

    4. October 2010

    Mig langaði nú að kommenta hér til að taka undir með fyrsta ræðumanni.
    Keypti mér skó frá JC fyrir uþb ári og þetta eru engan veginn skór sem að standa undir verðlagningu, gerviefni sem á ekkert skylt við leður og sóllinn byrjaði að losna frá eftir smá notkun. Æðislega flottir samt og nota þá ennþá! Keypti þá frá síðunni solestruck.com, mæli með að skoða skónna þar því kaupendur geta skilið eftir comment um skónna og sést þar vel hvernig þeir eru að endast. Samt frábært merki því þetta er auðvitað bara afritun af flottustu skónum á markaðnum, æðisleg eftirgerð af Acne Atacoma skónum á töluvert viðráðanlegra verði :)