Falleg íslensk heimili eru það skemmtilegasta sem ég skoða. Hér er á ferðinni glæsilegt heimili Bjartar Ólafsdóttur fyrrum ráðherra – og einni smekklegustu konu sem setið hefur á Alþingi. Íbúðin er nú komin á sölu, staðsett í Hvassaleiti í húsi sem byggt var árið 1962 og hér ræður retro stíll ríkjum. Kíkjum í heimsókn en þessar fallegu myndir eru teknar af Gunnari Sverrissyni ljósmyndara.
Ljósmyndari : Snillingurinn Gunnar Sverrisson
Fyrir áhugasama þá má finna upplýsingar ásamt fleiri myndum af þessu fallega heimili hjá fasteignavef Mbl.is – sjá hér.
Það er ekki langt síðan að Hús & Híbýli kíkti í heimsókn og viðtalið við Björt má lesa hér. Virkilega fallegt heimili og húsráðendur augljóslega með góðan smekk!
// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu
Skrifa Innlegg