fbpx

@INSTAGRAM

Persónulegt


Þetta er hún Baróna, (Ragdoll) köttur systur minnar en hún kemur stundum í heimsókn til mín.

Þessar sótti ég í innrömmun í dag, Innrömmun Hafnarfjarðar varð fyrir valinu og ég bara verð að fá að mæla með þeim.. ég fékk alveg ótrúlega góða þjónustu og það er vandað til verks.

Fremra plakatið er eins og flestir þekkja Andy Warhol plakat sem keypt var í Moderna Stokkhólmi. Hitt plakatið fékk ég gefins af hinni yndislegu Hrönn Bjargar sem ég kíkti í innlit til um daginn, heimilið hennar er einmitt á forsíðu síðasta H&H. Á plakatinu sem gefið var út af Vitra Design Museum má sjá stóla sem hannaðir hafa verið frá árinu 1800 til nútímans ásamt upplýsingum um hönnuð. -Algjör draumaeign fyrir hönnuð!

Núna er það bara að koma þeim fyrir í holunni minni:)

APRÍL

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Daníel

    2. April 2013

    hvað kostaði að innramma stóla plakatið?

    • Svart á Hvítu

      3. April 2013

      Þetta átti að kosta saman um 25þús, ég fékk tilboð í báðar myndirnar svo ég er ekki alveg með á hreinu hvað hvor myndin kostaði. Svo er hægt að velja um ramma í allskyns gerðum og verðflokkum, en innrömmun er aldrei ódýr…
      -Svana:)

  2. Sigrún

    2. April 2013

    Hvar fékkstu litla hangandi apann? :)

    • Svart á Hvítu

      3. April 2013

      Apann fékk ég í Epal, hann er eftir Kaj Bojesen og er í miklu uppáhaldi