Hér er mjög skemmtilegt innlit á ferð með dásamlegu svefnlofti og frábærum lausnum. Svefnherbergið er alveg toppurinn á þessu heimili svo bjart og fallegt og sérstaklega flott hvernig glerveggurinn speglast í rennihurðunum á fataskápnum og láta rýmið virka tvöfalt stærra. Svart hvíti skandinavíski stíllinn ræður hér ríkjum og mikil lofthæð í stofunni gerir hana sérstaka. Innlitið er að vísu frá árinu 2015 en það er klassískt og afskaplega smart svo ég má til með að deila því.
Stórar speglarennihurðir eru á fataskápunum á svefnloftinu ásamt glervegg með útsýni yfir stofuna sem láta rýmið virðast vera töluvert stærra en það er
Rúmið er haft lágt og náttborðið einnig og þá er lítið sem truflar þegar horft er upp á loft frá stofunni.
Plássið undir stiganum uppá loft er einnig nýtt undir skápa sem dregnir eru út – mjög sniðugt. Alveg nauðsynlegt að nýta vel allt pláss í litlum íbúðum.
String hillurnar klassísku.
Það er orðið langt síðan ég sá innlit með trébúkkum sem stofuborð en það var mjög vinsælt trend fyrir nokkrum árum og skemmtilegt að sjá það aftur.
Hér bjó Jutta sem heldur úti finnsku síðunni Bo lkv
Hvernig finnst ykkur þetta heimili?
Skrifa Innlegg