fbpx

INNLIT Í EINDHOVEN

Heimili

Nei haldið þið ekki að ég hafi fundið fallegt innlit frá mínum gamla heimabæ, Eindhoven. Þetta er heimili innanhússstílistans Renee Arns eiganda lífstílsverslunarinnar Out of the blue. Stíllinn er mjög hrár og iðnaðarlegur, en annað væri nú ekki í boði í iðnaðarborginni Eindhoven. Það er mjög hátt til loft og risastórir svartir gluggar, ég get reyndar ímyndað mér hvar þessi bygging er staðsett í borginni, en þessar gömlu verksmiðjublokkir með stærðarinnar gluggum eru helsta kennimerki borgarinnar.

paulina_arcklin_loft_5251d77f9606ee6a0d5726de

Það er ekki oft sem maður gæti sætt sig við að búa í svona hrárri íbúð, en Renee tekst alveg ótrúlega vel til að gera íbúðina heimilislega þrátt fyrir mikla lofthæð og grófa veggi.

paulinaarcklin-reneehome00_52eb9862e087c32d5be2b57b paulinaarcklin-reneehome002_52eb9862e087c32e706b9e0d paulinaarcklin-reneehome003_52eb986388e59dbbee724dbe paulinaarcklin-reneehome014_52eb986388e59dbd1e0fafa4ReneeHome008ReneeHome012ReneeHome021ReneeHome040

Ljósmyndari:Paulina Arcklin

Þessi íbúð er algjör draumur! Það væri reyndar líka draumur ef sama húsnæðisframboð í Eindhoven væri í boði hér heima, þar er hægt að búa í gömlum verksmiðjum eða jafnvel í gömlum kirkjum! Þvílíkur draumur fyrir innanhússhönnuði:)

Nei, við skulum bara ekkert ræða framboð af húsnæði hér heima.. ég gæti nefnilega farið að grenja.

DRAUMAFATAHERBERGI

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Inga Rán

    6. February 2014

    Mér finnst þetta bara geggjað, algjör draumur og fallegt hvernig blandað er nýju og gömlu.

  2. Kolbrún Katla

    6. February 2014

    love it <3