fbpx

DRAUMAFATAHERBERGI

Fyrir heimiliðHugmyndirIkeaSvefnherbergi

Ég bara verð að deila með ykkur þessum flottu myndum sem Nina Holst tók af nýja fataherberginu sínu og birti á blogginu sínu Stylizimo. Henni tókst að útbúa draumafataherbergið sitt fyrir lítinn pening og að mestu leyti með vörum frá Ikea, ég mæli með því að lesa færsluna hennar hér til að sjá hvernig hún fór að.

Walk-in-closet_stylizimo Walk-in-closet1 Walkincloset Organizing_walk-in-closet parfume_tray

Algjör draumur, hvítt og fallegt.

Myndir: Nina Holst via Stylizimo

 

FEBRÚAR

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. Hafdís

    3. February 2014

    Vá! Ótrúlega flottar hugmyndir. Full hvítt fyrir minn smekk en lítið mál að útfæra með smá lit :)

  2. Ragga

    3. February 2014

    Ótrúlega stílhreint og fallegt! En getur það virkilega verið að manneskjan eigi ekki eina einustu flík (sem þarf að hanga og er þ.a.l. ekki í skúffunum) í lit! Mitt fataherbergi myndi aldrei vera svona fínt, einfaldlega afþví að fötin mín eru í öllum regnbogans litum ;)

    • Svart á Hvítu

      3. February 2014

      Haha já fötin eru reyndar óvenjulega ólitrík! Hún hlýtur að hafa falið þau fyrir myndatökuna!
      -Svana

  3. Elísabet Gunnars

    3. February 2014

    Drauma. Þori samt að veðja að það er ekki alltaf svona hreint! Vil ekki trúa því uppá samviskuna mína. ;)

  4. Thorunn

    3. February 2014

    ómæ dó að innan þetta er svo fallegt :D

  5. Kristbjörg Tinna

    10. February 2014

    Vááááá!! Herbergið er einstaklega fallegt..