fbpx

HVÍTT & FALLEGT HEIMILI MEÐ HÖNNUNARKLASSÍK

HeimiliStofa

Ég verð að deila með ykkur þessu gullfallega heimili sem ég var að rekast á, það fer ekki á milli mála að þarna býr mikill hönnunarunnandi. Hin norska Julie Hole hjá Villa H býr þarna en hún er einnig penni á einni af mínum uppáhaldsbloggsíðum Stylizimo. Stíllinn hennar er eitthvað sem ég gæti vel búið við, hvítt í grunninn og með bleikum tónum hér og þar, -jú bleikur gerir nefnilega allt aðeins fallegra;)

Screen Shot 2014-04-29 at 10.25.21 PM39cb5_ec99IMG_9697IMG_9318IMG_9433

Jule-Hole_bedroomIMG_9154 Julie-Hole_kjøkken Julie-Hole_spisestueIMG_9411IMG_9507 Julie-Hole

Hún á alveg ágætis safn af fallegri hönnunarvöru og er greinilega smekkkona mikil!

Höfum við ekki alveg smekk fyrir svona heimilum?:)

DRAUMURINN

Skrifa Innlegg

22 Skilaboð

  1. Kristín

    29. April 2014

    Hvernig ætli þessi pottaplanta tolli svona í loftinu?

  2. Tanja Dögg

    29. April 2014

    Þetta er svo óendanlega fallegt heimili að ég á bara ekki til orð!

  3. Lilja

    29. April 2014

    Þetta er æðislegt heimili! Ekki veistu hvaðan þessi hirsla undir tímaritin á mynd 1 og 2 er?

  4. Vigdís

    29. April 2014

    Veistu hvaðan hvíti blaðastandurinn er?

  5. Steinunn Edda

    29. April 2014

    SHIT! Eg bilast!!! Fallegasta heimili ever! fra A – Ö xx

  6. Erla

    30. April 2014

    Veistu hvaðan mottan fyrir framan sófann er?

    • Svart á Hvítu

      30. April 2014

      Hún er frá HAY, og hægt að panta í Epal… mottan kallast colour carpet:)

      • Erla

        1. May 2014

        Takk kærlega. ég ætla að sjá hvort ég geti keypt hana hér, bý í San Fransico :)

  7. Saga Steinsen

    30. April 2014

    Að mestu leiti mjög fallegt heimili.. en á köflum finnst mér aðeins of mikið af því góða! Það vantar nokkra gamla, góða og hlýja hluti þarna inn með sál :)
    Er mjög mikið fyrir hönnun og fallega hluti er einmit sjálf í því að gera upp heila íbúð núna.. finnst að það þurfi að hafa smá gamlan fílíng yfir sér stundum ! :)

    • Svart á Hvítu

      30. April 2014

      Mikið til í því…. ég væri til í að eiga alla þessa hluti á mínu heimili, en með þeim væri alltaf e-ð persónulegt líka, og húsgögn með sögu:)

  8. Selma Sigurdardottir

    30. April 2014

    Hvar fær maður svona veggfóður sem er bakvið hilluna?

  9. Anna Ragnarsdóttir

    30. April 2014

    Mér finnst nú þetta veggfóður með hvítu bókunum vera aðeins of mikið af því góða. Annars eru þetta mjög flott húsgögn en kannski aðeins of mikið að hafa þau öll saman eins og ein skrifar hér í kommenti hér að ofan! :)

  10. Birna Helena

    30. April 2014

    Fallegt heimili en ég er sammála um það vantar aðeins hluti með sál og svo finnst mér persónulega þetta aðeins of hvítt en misjafn er smekkur manna.

  11. Oddný Ása

    3. May 2014

    Veistu hvaðan járnstafirnir Love is all you need eru?

  12. Guðrún Birna

    9. May 2014

    Ekki veistu hvaðan sófinn er?

    • Svart á Hvítu

      9. May 2014

      Hæhæ, nei því miður, var einmitt að reyna að finna hann með google um daginn. Mæli með að senda henni bara línu í gegnum bloggið og spurja:)