Mig langar svo til að deila með ykkur þessum myndum úr innlitinu frá Auði Gná sem birtist í síðasta tölublaði Nude Magazine. Auður Gná er innanhússhönnuður og mikil smekkdama, en hún rekur ótrúlega fallega sérvöruverslun á Skólavörðustíg sem ber heitið Insula. Ég kolféll fyrir þessum spegli sem sjá má á myndinni hér að neðan, en hann var kynntur á Hönnunarmars í Epal fyrir stuttu, í kjölfarið varð ég svo áhugasöm að taka viðtal við Auði sem startaði nýlega sínu eigin hönnunarmerki Further North og fékk hana til að bjóða mér í heimsókn.
Það sem ég elska við heimilið hennar Auðar er samansafnið af öllum þessum hlutum sem þú veist ekki alveg hvar þú getur nálgast, þetta er alveg fullkomin blanda af klassískri hönnun í bland við gamla og góða hluti sem hafa sögu. Stíllinn hennar er mjög persónulegur og segist hún sjálf vera mikill grúskari og elskar góða flóamarkaði.
Heimilið hefur tekið miklum breytingum frá árinu 2006 þegar hún flutti inn, en þá var íbúðin skráð sem herbergi í risi. Eldhúsið sem er algjör draumur hannaði Auður sjálf og lét hún einnig setja í þennan hringlaga glugga sem setur mikinn svip á heimilið.
Eitt af uppáhaldsheimilunum sem ég hef heimsótt:)
Ég mæli með fyrir ykkur sem enn hafið ekki kíkt á nýja kaflann okkar Theódóru –Nude lifestyle, að gera það núna:)
Við erum einmitt á fullu þessa stundina að leggja lokahönd á næsta tölublað af Nude Magazine! Efnið sem við erum með í höndunum er algjör gullmoli, en við heimsóttum t.d. tvær ofursmekklegar píur og mynduðum heimilin þeirra, önnur þeirra er búin að slá í gegn sem fatahönnuður og hin stefnir í sömu átt! Hmmm spennandi ekki satt?;)
Ég ætla að skunda núna upp í sumarbústað í smá afslöppun, og við heyrumst á sunnudaginn!
Eigið góða helgi.
Skrifa Innlegg