Á þessum fallega laugardegi býð ég upp á allskyns innblástur fyrir forstofuna. Tilefnið er að við hjúin erum þessa helgina að vinna í okkar forstofu eftir mjög langþráða bið. Það vill svo til að útihurðin okkar er búin að leka síðan við keyptum íbúðina og alltaf pollar á gólfinu eftir vont veður – nú loksins í haust var ákveðið að kaupa nýja útihurð eftir miklar pælingar svo hægt væri í kjölfarið að leggja gólfefni á gólfið og það kom minni aldeilis á óvart að það tekur sko miklu meira en nokkrar vikur að fá afhenta hurð. Núna hálfu ári síðar er hurðin komin og ég farin á flug að hugsa um verðandi fínu forstofuna mína. Það skal leggja fallegar hvítar flísar á gólfið, mála veggi í nýjum lit og setja speglahurðir á fataskápinn. Það eru engir gluggar á forstofunni og bara einn pínulítill á gömlu hurðinni svo ég get hreinlega ekki beðið eftir að fá meiri dagsbirtu inn! Jiminn hvað þetta verður skemmtilegt verkefni.
Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri ♡
Myndir Svartahvitu Pinterest
Ég vona að þessar myndir veiti ykkur innblástur. Eigið góða helgi ♡
// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu
Skrifa Innlegg