Vúhú, núna má sko opna rauðvínsflöskuna og koma sér vel fyrir í sófanum því uppáhaldsbæklingur okkar allra er að detta inn um bréfalúgurnar, það er IKEA 2017.
Þessi elskulegi bæklingur sem ég fletti í aftur og aftur í leit af innblæstri og hugmyndum fyrir heimilið hefur verið gefinn út í 66 ár og er gefinn út í 211 milljón eintökum í 48 löndum. Það sem ég er spenntust fyrir í ár er þessi nýbreytni að bæta við greinum og viðtölum við fólk og því verður þessi sófastund í kvöld ennþá huggulegri. Ég veit ekki um neinn annan vörubækling sem gerir mig jafn spennta, en það er eitthvað við elsku IKEA sem lætur okkur hrífast svona með.
Ég fékk minn í dag en þeir hjá póstinum verða fram á föstudag að dreifa honum um landið, þ.e. þeir sem afþakka ekki fjölpóst!
“Þema ársins er, líkt og í fyrra, tengt eldhúsinu, en snýst nú um að fá fólk til að anda djúpt, slaka á og njóta þess að elda og eiga góðar samverustundir í eldhúsinu án himinhárra væntinga. Við lendum flest í því að ofsjóða pastað, fá salat milli tannanna eða gefa börnunum okkar eitthvað í matinn sem við vitum að er ekki til fyrirmyndar. Það er allt í lagi. Yfirskrift vörulistans í ár er Hannað fyrir fólk, ekki neytendur, sem þýðir einfaldlega að vörurnar okkar eru hannaðar fyrir venjulegt fólk sem er eins fjölbreytt og það er margt.”
Ert þú komin/n með þinn bækling í hendur? Kveðja, þessi ofurspennta:)
P.s. ég er líka komin á Snapchat : svartahvitu & Instagram : svana.svartahvitu
Skrifa Innlegg