Ég er algjörlega óhæf um að skrifa um allt annað í kvöld, í hverju á barnið að vera? Ég er búin að vera með þessa pælingu á heilanum í allan dag en allt í einu stóð ég frammi fyrir því að listinn af hlutum sem ég þarf að kaupa á son minn er orðinn ansi langur. Úlpa, snjógalli, kuldaskór, inniskór, vetrarlúffur, flísföt, ullarföt og ég veit varla hvert listinn nær eftir að hafa lesið umræður um hvaða vetrarföt börn “þurfa” að eiga. Ég er búin að liggja yfir vefsíðum í allt kvöld í leit að vetrarfötum og búin að spurja vinkonur, systir og mömmuhópinn minn um ráð og myndi gjarnan þiggja tips frá ykkur líka um hvar bestu gallana og úlpur sé að finna og hvað hefur reynst ykkur best?
Læt fylgja með myndir af fallegustu snjógöllum sem ég hef séð en þessir eru frá Molo. Eitthvað þyrfti ég þó að snúa upp á hendina á Andrési ef við ætlum að kaupa svona veglegan galla. Þessi efri sem minnir á lítinn kóp er gullfallegur og ég gæti vel hugsað mér að Bjartur ætti slíkan, þessi að neðan er síðan alveg æðislegur fyrir stelpur. Síðan er ég að skoða þessa úlpu hjá H&M finnst hún ágæt en er mest hrifin af verðinu, hef hreinlega ekki fundið úlpu sem ég kolfell fyrir.
Ég er alltaf svo hrifin af því þegar barnavörumerki framleiða líka krúttleg föt á stráka en mér finnst það því miður frekar sjaldgæft, stelpurnar fá almennt alla sætu litina en strákar eitthvað allt annað – afhverju ætli það sé? En það er bara mín skoðun:)
Ein óhefðbundin færsla í kvöld, það má stundum.
Skrifa Innlegg