fbpx

Hver er orginal? #2

Íslensk hönnun
Pælingar.. 
Hani, Krummi, Hundur, Svín eftir Hár úr hala -2011
Hani, Krummi, Hundur, Svín eftir Arca Studio -2011 stuttu eftir útkomu efri vörunnar.
Tré eftir Katrínu Ólínu -2003
Skapi -2009
 
Hrafn Gunnarsson -2006
Hrím -2010
Það er mjög erfitt að tala um hvað er kópering og hvað ekki. Að sjálfsögðu á oft við að hönnuðurinn hafi ekki séð áður útkomna vöru og hún sé 100% upprunarleg hönnun. Við verðum fyrir áhrifum úr umhverfinu og það er ekkert óeðlilegt við það að tveir aðilar detti á sömu hugmynd. Í raun er það fullkomlega eðlilegt.
En Ísland er svo ofsalega lítið, hvað þá íslenskur hönnunarmarkaður. 
Ef maður hefur áhuga á hönnun eða jafnvel starfar sem hönnuður er ólíklegt að þú þekkir ekki markaðinn eins og handabakið á þér. Þú veist hvað hefur verið gert og hver gerði það. 
XX

Hver er orginal? #1

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. hádjé

    30. January 2012

    Ég segji að lausnin liggji í því að stroka út allar tifsagir og laserskurðvélar á landinu og láta svo fólk fá hugmyndir.

  2. ingunn þráinsdóttir

    30. January 2012

    ARCA hafa áður gert þetta, kóperað hugmynd annarra og framleitt sem sína hönnun. ég þekki það persónulega. alveg merkilega lélegt að kalla sig hönnuði og nota svo nákvæmlega sömu hugmynd og einhver annar. þetta er pottþétt ekki tilviljun.
    fólk verður bara að taka sér tak og leggja meiri rannsóknarvinnu og hugmyndapælingar í vöruhönnun, þetta er alveg út úr kú og eyðileggur orðspor íslenskrar hönnunar.

  3. Anonymous

    30. January 2012

    hádje… ég held að það sé ekki lausnin á vandamálinu…

  4. Sússa kúl

    31. January 2012

    Hádje.. WORD!

  5. Hrund

    1. February 2012

    Vá! Hönnunin frá Arca pirrar mig núna alveg svakalega. Sonur minn fékk svona svartan snaga frá Hár úr hala í jólagjöf og ég mun SEINT fara að kaupa eitthvað frá Arca.

    Tréð hennar Katrínar Ólínu er svooo fallegt – leiðinlegt þegar einhver apar eftir og getur ekki einu sinni reynt að gera það á fallegri hátt. Finnst tréð frá Skapa einfaldlega ljótt!

    Mér finnst síðasta dæmið ekki líkt. Trén eru ólík. Tréð hans Hrafns er til að láta standa á borði líkt og mööööörg önnur skartgripatré íslensk eða erlend. Hrím trén eru aftur á móti hengd upp á vegg og koma þá einhvern veginn allt öðruvísi út. Svolítið annar vinkill á þetta venjulega skartgripatré :)