fbpx

Hver er orginal? #1

Hönnun
Boym Partners-2010
 
Ibride-2008
Isolation unit-2008
Allt saman skálar/ílát sem stafla má upp í vasa.
 Núna þegar að lokaverkefnið mitt nálgast skuggalega hratt spyr ég mig stundum afhverju ég vilji vera hönnuður? Það hefur svo margt verið gert, tala nú ekki um umhverfisleg áhrif af því að hanna enn einn vasann og enn einn stólinn. Og ef að eitthvað hefur ekki verið gert, og ég fæ góða hugmynd, eru allar líkur á því að einhver út í heimi er að hugsa nákvæmlega það sama eða mun detta sama hugmynd í hug.
úff.. hefði ég kannski bara átt að verða innanhússhönnuður?

Finnsdottir keramik

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. hádjé

    30. January 2012

    TUPPERWARE gerði það fyrst.djók. að hlaða er bara svo basic prímitiv hegðun.stafla diskum og glösum osfram

  2. Sykur

    31. January 2012

    Sálin hans Jóns míns

  3. Áslaug

    31. January 2012

    Persónulega finnst mér umræðan hérna komin í svolitla hringavitleysu með það hvað er original og hvað ekki. Augljóslega getur enginn vitað hvaðan upprunalega hugmyndin kom frá, enda líklega fyrir tugi ára.

    Sama má segja um umræðuna í “Finnsdottir keramik” – Þó svo að hönnun hennar minnir á eitthvað annað, þá er ekki sagt að hún hafi hermt eftir á nokkurn hátt, þar sem að hún gerir þetta að sínu – Sem þetta snýst nú allt um – Að gera eitthvað að sínu.

    Tréin fyrir ofan eru mjög lík, og eflaust OF lík hjá Katrínu Ólínu og Skapi – Það er náttúrulega eitthvað sem Skapi verður bara að taka til sín. Það hefði alveg verið hægt að útfæra nýtt tré á annan máta og án þess að hægt væri að kalla kóperíngu – En fólk virðist vera að ruglast á þessu finnst mér, hvort hluturinn sé innblásinn (en samt allt öðruvísi) eða hrein kóperíng.

    Við verðum að passa okkur að vera ekki að skjóta niður hönnuði vegna þess að hlutur þeirra líkist einhverjum öðrum. Það má segja í dæmi hjá Hrafni og Hrím – Persónulega finnst mér Hrím taka hugmyndina og gera hana öðruvísi og alveg mun meira en 10% breyting sem á sér stað þarna.

    Og ef þú ert farin að efast um afhverju þú ert í hönnun vegna þessa, þá þykir mér það svolítið undarlegt. Núna ertu ennþá í skóla og hefur ekki komið neinni hönnun eftir þig sjálfa á framfæri. Ég myndi nú reyna við þetta áður en þú ferð að velta því fyrir þér afhverju þú ert hönnuður ;)

    XoXo

  4. Svart á hvítu

    31. January 2012

    Engin hringavitleysa hér, bara pælingar af minni hálfu:) Hér í þessum 2 færslum hef ég ekki bent á að neinn sé að herma, bara sýna áhugaverð dæmi og tek ég einmitt fram að það er í raun fullkomlega eðlilegt að sömu aðilar detti niður á sömu hugmynd. Það er þegar uppi er staðið áhugaverðasti punkturinn í öllu þessu.
    Hér er enginn skotinn niður að mínu mati, og að sjálfsögu mun ég ekki hætta við að verða hönnuður, enginn efi um það og hefur aldrei verið. Þó er hollt að staldra stundum við og velta hlutum fyrir sér. Ég veit þó ekki hvaða leið ég mun velja, hvort það verði vöru, heimili, upplifun, aðferð, rannsóknir… o.s.fr. En hönnuður mun ég verða 100% :)
    Kv.Svana

  5. Thelma Hrund

    31. January 2012

    Áslaug þetta voru augljóslega bara pælingar með Finnsdóttur keramík. Það var enginn að segja að hún hefði séð hitt, ég var að benda á líkindin. Ótrúlega fallegt hjá þeim báðum.

  6. Áslaug

    31. January 2012

    Ég veit að ÞÚ hefur ekki kommentað að aðrir séu að herma EN þú náttúrlega ferð að velta fyrir þér náminu útaf þessu :)

    Ég veit að finndóttir kommentið var ekki meint þannig að hún væri að herma og ég var eiginlega að taka bara undir það að hún gerir þetta að sínu – Sem þetta snýst um.

    Ég held bara að í raun að þetta verði alltaf svona, endalaust af fólki til í þessum heimi og mjög líklegt að fólk fái sömu hugmyndir..Þess vegna er svo mikilvægt að hika ekki við að dúndra sér á eitthvað – Eflaust ótrúlega margir sem hafa hugsað eitthvað og það næsta sem maður veit er að einhver annar framkvæddi það og varð milli, hehe :) Og ef það verður líkt og hjá einhverjum öðrum, þá verður bara að hafa það greinilega..