fbpx

Finnsdottir keramik

Íslensk hönnun
Ég rakst á keramik frá Þóru Finnsdóttir í Mýrinni í dag, hef þó nokkrum sinnum rekist á umfjallanir um hana í tímaritum og á internetinu en aldrei séð gripina “live”.
Þvílík fegurð! 

Þóra útskrifaðist frá DanmarksDesign skólanum árið 2009 og hefur verið að gera það gott í Danaveldi síðan þá. Hún hannar vasa, kertastjaka, lampa og hálsmen svo fátt eitt sé nefnt. 
Ég veit þó ekki til þess að keramikið sé selt á fleiri stöðum en Mýrinni?  
En fallegt er það.
X

Íslensk hönnun í Stokkhólmi.

Skrifa Innlegg

12 Skilaboð

  1. Anonymous

    29. January 2012

    Mikið ofsalega er þetta falleg hönnun! og skemmtilegt blogg:)
    Kveðja Hrefna Björg

  2. Anonymous

    29. January 2012

    Vitið þið hvar þetta fæst í Danmörku?

  3. Anonymous

    30. January 2012

    Þessar vörur eru útum allt hérna í dk og í nánast öllum blöðum. Mjög flott hjá henni :)

  4. Bjarney Anna

    30. January 2012

    Ah, ég dýrka þessar vörur!

    Ég alveg kolféll fyrir uglueyrnalokkunum frá henni sem eru fáanlegir í Mýrinni. Afskaplega fallegir!

  5. SigrúnVíkings

    30. January 2012

    Ég bý í Álaborg og veit að það fást vörur frá henni í Holland og by Frank, en er ekki með á hreinu hvar þær fást í köben. Nord í frederiksberg held ég að sé að selja þær og gæti trúað að margar design og brugkunst búðir séu með hluti frá henni:)

    Annars er þessi síða líka með stórt úrval af keramiki frá henni:
    http://www.designtendenser.dk/shop/finnsdottir-110c1.html

  6. Anonymous

    30. January 2012

    Held að þetta séu bara í Mýrinni.Hef allavegana ekki séð þetta neinstaðar annarsstaðar. :-)

  7. Thelma Hrund

    30. January 2012

    Svona afþví að þú ert búin að vera að velta hönnunarcopy-um fyrir þér. Þá minnir þetta mig mjög á Lenneke Wispelwey. En þetta er samt mjög flott hjá henni!

  8. Svart á hvítu

    30. January 2012

    Ég er reyndar mjög sammála því:) Man ég sá vörurnar hennar á sýningu árið 2008 og fannst þær æðislegar.. alls ekki svo ólíkar.
    Það er hægt að finna svona dæmi á alltof mörgum stöðum:)
    -Svana

  9. Thelma Hrund

    30. January 2012

    Æjji ég fékk smá samviskubit yfir að hafa sett þetta í flokk með hönnunarcopy-um. Eftir að hafa hugsað þetta aðeins held ég frekar að þetta sé bara líkt.
    En já það er sannarlega á mörgu að taka í þessu og vonandi er þér búið að ganga vel með ritgerðina.
    Kv. Thelma

    P.s ég sá að þú varst að spyrja með ljósinn. Ég fann einhverntíman út að það væri hægt að láta gera þannig fyrir sig í Svíþjóð. Ég finn bara ekki linkinn á það núna :S

  10. Svart á hvítu

    30. January 2012

    Það var samt alveg rétt hjá þér að þetta minnir óneitanlega á hitt:) En svo má vel vera að Þóra hafi jafnvel aldrei séð frá Lenneke? Finnst keramikið hjá þeim báðum tveim vera gordjöss:)

    En vá, ef þú manst hvað þetta heitir í Svíþjóð máttu endilega segja mér.. er einmitt á leið til Stokkhólms!

  11. Anonymous

    31. January 2012

    hönnunarbúðin Stilleben í miðborg Kaupmannahafnar selur vörur frá Þóru Finnsdóttur

  12. Bjöss

    4. March 2012

    Þetta er bara einstaklega fallegt.