fbpx

Hvað á að gera í dag?

HeimiliUmfjöllun
Í svona leiðindarveðri er fátt betra en að vera menningarlegur og heimsækja söfn.
Í dag kl.15.00 opnar sýningin Hamskipti eftir Sögu Sig og Hildi Yeoman í Hafnarborg. 
 
En fyrir þá sem ekki vita, þá er Saga Sig snilldarljósmyndari og Hildur Yeoman er einn besti tískuteiknari landsins. Og sameina þær hér krafta sína í þessari sýningu sem vert er að sjá!
X

 Og þegar búið er að heimsækja fallega fjörðinn minn þá er um að gera að kíkja við í Hönnunarsafninu í Garðabæ þar sem sýningin Hvít Jól opnaði í gær.

Tekið af síðu Hönnunarsafnsins. 
Norræn jól snúast að miklu leyti um hefðir og hátíðleika. Við höldum gjarnan í fjölskyldusiði þar sem matargerð og borðhald leika stærsta hlutverkið. Á hátíðarborðinu á hver hlutur sinn sess og öllu er tjaldað til. Á sýningunni má meðal annars sjá diska, glös, hnífapör og ílát sem hönnunarsagan hefur skilgreint sem framúrskarandi hönnun og er orðin þekkt víða um heim. Þó hafa margir þessara hluta ekki hlotið þann stað í hugum okkar að þeir eigi heima á uppdekkuðu hátíðarborði.”


kATe FoleY

Skrifa Innlegg