Hafið þið prufað Pinterest appið fyrir síma? Það er mjög þægilegt í notkun og ég nota það mjög mikið þegar ég ligg andvaka á næturnar. Undanfarið hafa barnaherbergi helst verið að fylla Pinterestið mitt, ég er jú ennþá að gera herbergið hans Bjarts klárt. Ég keypti mér reyndar mjög fallegt skrifborð í gær sem fær að vera í herberginu hans því ég ætla einnig að nýta það sem smá vinnuherbergi. Ég sýni ykkur það á morgun:) Hér að neðan eru nokkrar hugmyndir sem ég hef “pinnað” nýlega.
Ég er mjög hrifin af stafaborða trendinu sem er svo vinsælt um þessar mundir. Hægt að hafa nafn barnsins eða skemmtilegar setningar. Þessi gæti hljómað einhvernvegin svona á íslensku, “Superman þarf líka að sofa”? Bara hugmynd:)
Ég er líka mjög hrifin af svart hvíta trendinu en fyrir minn smekk þá þurfa líka að vera litir í barnaherbergjunum, það gerir þau svo glaðleg og skemmtileg:)
Þessir foreldrar eru mjög skipulagðir sé ég, Bjartur mun aldrei eiga svona vel skipulagða og smekklega fataslá:)
Skemmtilegt að bókahillurnar séu í hæð barnsins.
Ég vil endilega heyra um skemmtileg blogg með áherslum á barnaherbergi eða barna”stöffi” ef þið lumið á slíku!:)
-Svana
Skrifa Innlegg