Ég fór í frábært barnaafmæli í dag hjá vinkonu minni henni Rakel Rúnars, það væri nú ekki frásögu færandi nema það að hún toppaði sig alveg í kökuskreytingum og bauð upp á æðislegt köku-mörgæsa-snjóhús. Mynd sem ég birti fyrr í dag á instagram vakti mikla athygli svo ég ákvað að deila fleiri myndum frá afmælinu með ykkur hér:) Vonandi geta aðrar mömmur notið þess og fengið góðar hugmyndir!
Hann Emil Patrik varð s.s. 3 ára í dag og það var mörgæsaþema í veislunni! Mamma Rakelar bauð húsið sitt í láni svo að allir krakkaormarnir kæmust fyrir, sem betur fer segji ég nú bara!:)
Kakan vakti mikla lukku hjá krökkunum!
Karamelluhrískubbar, poppkorn og melónur!
Emil káta afmælisbarn að syngja afmælissönginn!
Mér finnst samt áhugavert hvað flestir krakkar rétt snerta bara við kökunum en hakka svo í sig ávexti og poppkorn. -Ég ætla að hafa það í huga þegar kemur að mínum krakkaafmælum:)
Skrifa Innlegg