fbpx

HUGMYNDIR FYRIR BARNAAFMÆLI

AfmæliHugmyndirPersónulegt

Ég fór í frábært barnaafmæli í dag hjá vinkonu minni henni Rakel Rúnars, það væri nú ekki frásögu færandi nema það að hún toppaði sig alveg í kökuskreytingum og bauð upp á æðislegt köku-mörgæsa-snjóhús. Mynd sem ég birti fyrr í dag á instagram vakti mikla athygli svo ég ákvað að deila fleiri myndum frá afmælinu með ykkur hér:) Vonandi geta aðrar mömmur notið þess og fengið góðar hugmyndir!

IMAG4512

Hann Emil Patrik varð s.s. 3 ára í dag og það var mörgæsaþema í veislunni! Mamma Rakelar bauð húsið sitt í láni svo að allir krakkaormarnir kæmust fyrir, sem betur fer segji ég nú bara!:)

photo copy photo copy 2 photo IMAG4524

Kakan vakti mikla lukku hjá krökkunum!

IMAG4514

Karamelluhrískubbar, poppkorn og melónur!

IMAG4518

Emil káta afmælisbarn að syngja afmælissönginn!

Mér finnst samt áhugavert hvað flestir krakkar rétt snerta bara við kökunum en hakka svo í sig ávexti og poppkorn. -Ég ætla að hafa það í huga þegar kemur að mínum krakkaafmælum:)

LJÓS DAGSINS

Skrifa Innlegg

18 Skilaboð

  1. Bára

    8. March 2014

    Þetta er svo sjúklega flott hjá þeim !!! Er alveg með stjörnur í augunum.

    Ætli ávextirnir og poppið sé ekki svona vinsælt því það er svo handhægt og þægilegt fyrir litla fingur að borða það ? Ég fór í barnaafmæli þar sem voru cake-pops og þeir voru jafn vinsælir og ávextirnir því það var hægt að halda svo þægilega á þeim. En algjörlega frábært að setja hollari valkosti fram á skemmtilegan hátt til að hafa fókusinn þar. Margir sem mættu taka það til fyrirmyndar.
    …..Þessar melónur eru SJÚKLEGA girnilegar, fæ vatn í munninn.

    • Svart á Hvítu

      8. March 2014

      Mjög góð pæling, eflaust rétt hjá þér:) Fannst einmitt svo skemmtilegt að sjá melónu á priki, -krakkarnir elskuðu það:)

  2. Soffia

    8. March 2014

    Ég er alltaf með ávaxtabakka stórann og hann klárast alltaf, mjög vinsælt!
    Svo var ég með popp seinast og það vakti lukku, og ég setti svona köku glimmer yfir það ;)

  3. Áslaug Þ.

    9. March 2014

    …Nema Karítas Björk auðvitað – hún borðaði alveg SLATTA af kökunni (haha)…Enda brjálað GÓÐ!!

    En já þetta var sko æðislega fínt hjá þeim Rakeli, Andra og Emil :)

    • Svart á Hvítu

      9. March 2014

      Hahahha hún er náttla of mikið krútt!!!:) Henni fannst kakan jafn góð og mér.. man ekki hversu margar sneiðar ég fékk mér!

  4. emilia

    9. March 2014

    hvar fekk hún vörurnar td. servíetturnar, formin undir poppið, rörin og það allt?

    • Rakel

      9. March 2014

      Servíetturnar eru úr Søstrene grene, mörgæsar límmiðarnir á þeim eru úr Tiger, rörin og formin undir poppið voru keypt erlendis, glösin, blöðrurnar o.fl. var svo keypt í Allt í köku :)

      • Anonymous

        9. March 2014

        æði takk :)

        • Svart á Hvítu

          9. March 2014

          Annars fást svona papparör víða, ég sá svona í dag í Hagkaup, svo í NUR, og stundum í söstrene ásamt fullt af fleiri búðum:)

  5. solveig rut

    9. March 2014

    Sæl, þetta er svo flott hja þer ;) Hvar finnur maður allt þetta dótt? Blöðrurnar, stafa borðann og servétturnar ;)?

    • Rakel

      10. March 2014

      Sæl og takk fyrir það :) Blöðrurnar, glösin o.fl. eru úr Allt í köku, servíetturnar eru úr Søstrene grene, eitthvað var svo keypt erlendis, m.a. stafa borðinn.

  6. solveig rut

    9. March 2014

    Dót ;)

  7. Sigrún Ósk Jónsdóttir

    9. March 2014

    Sniðugt ! Þetta er ein hugmynd sem ég væri til í að pinna á pinterest ! :) Þið ættuð að koma því á síðuna :)

    • Svart á Hvítu

      9. March 2014

      Góð hugmynd…
      þangað til þá mæli ég með *Pin it button* sem ég nota mikið, getur fundið hann hér; http://about.pinterest.com/goodies/
      Þá er hann alltaf til staðar í bookmark bar og gerir svo auðvelt að pinna hugmyndir:)
      -Svana

  8. Hildur

    23. January 2015

    Hæhæ, hvar er hægt að kaupa svona pinna eins og eru í melónunni? :)

    • Svart á Hvítu

      24. January 2015

      Bæði hægt að safna sjálfur, en svo hafa þeir fengist í Partýbúðinni, gætu líka verið til í Allt í köku:)

      • Hildur

        25. January 2015

        Takk kærlega fyrir :)