Nýtt ár handan við hornið og hugurinn snýst í hringi –
Við eigum von á að hafa um 14 manns í mat á Gamlárskvöld sem er meiri fjöldi en ég hef nokkurn tíman haft í mat og ég hugsa eðlilega um borðskreytingar – á undan matseðli… og líka þá staðreynd að ég þarf að bæta við borðbúnaðinn minn haha.
Basic og smart //
Jóladiskar Bing & Grøndahl – fallegir undir forrétt eða eftirrétt. // Kopar hnífapör – Bast. // Tauservíettur – Kokka. // Marmarabakki til að bera fram – Dimm. // Kampavínsglös, Ferm Living – Epal. // Bleik vatnsglös – Kokka. // Essence vínglös – iittala söluaðilar. // Ultima Thule stór skál undir salat – iittala söluaðilar. // Bitz matardiskar – Bast.
Hér er mín tillaga að dekkuðu borði – tek það þó fram að ég á nú þegar langflesta af þessum hlutum en stefni á að fá lánaða jóladiskana hennar mömmu ♡
// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu
Skrifa Innlegg