Stundum er svo ótrúlega hressandi að hugsa aðeins út fyrir kassann og gefa hlutum sem þú átt nýtt hlutverk. Rakel vinkona er dálítið sniðug og sýndi mér að ég þarf svo sannarlega ekki að sitja uppi með Ikea skartgripatréð sem ég bloggaði um daginn -sjá hér.
Hún notaði geómetrískt skraut sem hún átti til, ekkert sérstakt notkunargildi í því en það var alltaf ofan á skenk sem punt. Þessu var skellt upp á vegg og þjónar núna þeim tilgangi að vera svona líka fínt skartgripahengi:)
Svooo sniðugt!
Skrautið keypti hún á sínum tíma í Next Home, en það má að sjálfsögðu nota ímyndunaraflið og nota aðra hluti.
Skrifa Innlegg