fbpx

HUGMYND: LEYNISKÁPUR Á BAÐHERBERGIÐ

Baðherbergi

Að nota veggþiljur á skápahurðar er æðisleg hugmynd og fær þannig skápurinn og rýmið sjálft nýja og dýpri áferð og er þannig hægt gjörbreyta heildarsvipnum á einfaldan máta. Þetta baðherbergi er mjög gott dæmi þar sem veggþiljur frá Orac Decor hafa verið sniðnar til, límdar á vegg og baðskáp fyrir fallegt heildarútlit og loks málaðar. Jiminn hvað þetta er smart og skápurinn fellur þannig inní vegginn og verður einskonar leyniskápur:)

Myndir // Orac Decor & Sérefni 

Fyrir áhugasama þá er Sérefni með Orac Decor! Ég er með gólflista og rósettur frá þessu vörumerki sem ég er svo ánægð með, mig langar mikið til að prófa líka veggþiljurnar:)

ER H&M HOME AÐ STELA ÍSLENSKRI HÖNNUN?

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Ellen Björg

    10. January 2023

    Falleg hönnun og sniðug hugmynd :)