Það er aldeilis kominn tími á eina barnaherbergjafærslu:) Ég sem er gengin 32 vikur hef varla byrjað á nokkurskonar hreiðurgerð fékk smá sjokk þegar ég las yfir lista í gær í bumbuhópnum mínum yfir hvað þurfi að eiga fyrir krílið og komandi tíma. Ég fékk þó þvílíka aukaorku við þetta sjokk og þreif allt hér heima í dag, gerði to-do lista yfir hvað þarf að gera ásamt því að flokka öll barnafötin sem við höfum fengið.
Eftir að við fluttum á nýja staðinn varð aukaherbergið fljótlega gert að fataherbergi sem er algjör lúxus þó það sé bara tímabundinn lúxus. Fötin skulu út og barnadót inn!
Ég tók saman nokkrar myndir sem veita mér innblástur fyrir komandi hreiðurgerð:)
By Nord rúmfötin eru draumur ásamt rúminu frá Sebra. -Langar hrikalega í eitt slíkt.
Stafaborðarnir njóta mikilla vinsælda, hægt að setja saman nafn barnsins eða setningar.
Ég elska litapallettuna í þessu herbergi, ljóst og náttúrulegt. Mætti eflaust bæta við smá lit en það er svo mikil ró yfir svona herbergjum:)
Ég fæ ekki nóg af doppóttum veggjum.
Sebra rúmið í allri sinni dýrð… en það er hægt að stækka það heilmikið svo barnið getur notað það í mörg ár.
Rúmið frá Stokke er líka afskaplega fallegt og stækkar með barninu.
Jæja núna þarf bara að koma sér að verki:)
Skrifa Innlegg