fbpx

HREIÐURGERÐ VOL.1

Barnaherbergi

Það er aldeilis kominn tími á eina barnaherbergjafærslu:) Ég sem er gengin 32 vikur hef varla byrjað á nokkurskonar hreiðurgerð fékk smá sjokk þegar ég las yfir lista í gær í bumbuhópnum mínum yfir hvað þurfi að eiga fyrir krílið og komandi tíma. Ég fékk þó þvílíka aukaorku við þetta sjokk og þreif allt hér heima í dag, gerði to-do lista yfir hvað þarf að gera ásamt því að flokka öll barnafötin sem við höfum fengið.

Eftir að við fluttum á nýja staðinn varð aukaherbergið fljótlega gert að fataherbergi sem er algjör lúxus þó það sé bara tímabundinn lúxus. Fötin skulu út og barnadót inn!

Ég tók saman nokkrar myndir sem veita mér innblástur fyrir komandi hreiðurgerð:)

00adc64fe0d8354487d69234e1108720-1

Doppóttur veggur og dýrasafn…5b78aa13ab83858fcb7f59394ccddc2e

By Nord rúmfötin eru draumur ásamt rúminu frá Sebra. -Langar hrikalega í eitt slíkt.5f5a44f36877e6427d86842676687e420f122ed08da9e499d63fd737283a06638a932ef9a51e0a02a6150075e7e2ce668ef11f1f90fa339402f5b2bff4cdfdc9-1

9c665ff1abf74788f51e6d80db28be6173c8e9240415ab62bf2f9b03a19f60d390bd124167cb0c2a131d76df94b84658 327d458853280677d4fc79908723b9fe 411e35e4e183df96541677d6717ae1be90318d883e77cd762ea2be8b1cde8d7c

Stafaborðarnir njóta mikilla vinsælda, hægt að setja saman nafn barnsins eða setningar.813562402c166336a40de6352784db5c

Ég elska litapallettuna í þessu herbergi, ljóst og náttúrulegt. Mætti eflaust bæta við smá lit en það er svo mikil ró yfir svona herbergjum:)a1512a9f1e168d853c95509e09daf249

Ég fæ ekki nóg af doppóttum veggjum.

a6129b51a2f1a250086746c358c55490

Góð mottó fyrir lítil kríli! c53f4084dff7381b0ce8f35ae0571f25d4f914459919edf7a5a2440db0460482dd471336f57ef4d7cb7f3989dcb60033e94a5e3a9c56687e04840f95c30d9454

Sebra rúmið í allri sinni dýrð… en það er hægt að stækka það heilmikið svo barnið getur notað það í mörg ár.
fc31d3f25f3f6f97bd36c632777b4f46 Screen Shot 2014-06-25 at 1.22.07 PM white-nurseryRúmið frá Stokke er líka afskaplega fallegt og stækkar með barninu.

a56e20c3f01aae30d3ff75757a31e31e

Jæja núna þarf bara að koma sér að verki:)

VARÐ ÁSTFANGIN AF BLEIKUM SÓFA

Skrifa Innlegg

17 Skilaboð

  1. Lilla

    7. July 2014

    fallegar myndir, mig langar svo að komast að því hvaðan lampinn er á mynd 10, veit einhver það ? ;-)

  2. Sigga E

    7. July 2014

    Hún heitir Miffy og er hollensk hönnun, fæst t.d hjá mjólkurbúinu :)

  3. Halldóra

    7. July 2014

    Hæhæ.

    Ég sá þessa stafaborða einhvers staðar, en man ekki hvar.
    Veistu hvar ég get pantað þá?

  4. Bára

    7. July 2014

    Hey þú húsgagnaperri!
    er hægt að senda þér póst einhverstaðar?
    á svo flottan stól heima sem mig langar að vita meira um og
    þú ert sé eina sem ég veit um sem bloggar vikulega um húsgögn ;)
    kv. Bára

  5. Eyrún

    7. July 2014

    Fátt fallegra en falleg barnaherbergi! :) ….Yndislegar myndir! Langar samt bara svona að skjóta því inn samt að móðirin er í raun það eina sem barnið nauðsinlega þarf í byrjun ;) ….þó svo að margt annað sé auðvitað gagnlegt og skemmtilet að hafa líka þegar að krílið kemur. Finnst bara stundum aðeins of mikið viðhorf heima á Íslandi að maður verði að hafa allt þegar að barnið kemur í heiminn.. :)

    – kveðja ein sem er með eitt 2 daga gamalt, glæ nýtt hérna við hliðin á sér og svíf um á bleiku skýi ;)

    • Svart á Hvítu

      7. July 2014

      Takk fyrir þetta komment:) Smá róandi að heyra líka þessa hlið, þvi listarnir sem ég er að lesa eru frekar yfirþyrmandi og ég á nánast ekkert á þeim:)
      Til hamingju með krílið! Ég ætla að slaka þá smá áfram:)
      Kv.Svana

  6. Sigrún

    11. July 2014

    Mjög flott færsla, mátt sko endilega koma með fleiri svona☺️ En veistu hvar maður getur fengið svona svartar doppur til að líma á veggi hér á Íslandi?

    • Svart á Hvítu

      11. July 2014

      Takk fyrir, það eru fleiri svona væntanlegar:) Ég hef rekist á svona litlar doppur einhverntíman í Söstrene, minnir að það eigi líka að vera til frá Ferm Living sem fengist þá í Epal. Svo er líka möguleiki að strika eftir glasi og mála inní:)
      -Svana