fbpx

HönnunarMarsipan

Íslensk hönnunUmfjöllun
Fyrir ykkur sem ekki vita, þá er Hönnunarmars að hefjast í næstu viku. 
Hönnunarmars er fjögurra daga hátíð í Reykjavík fyrir hönnuði, fyrirtæki, áhugafólk um hönnun og aðra. Dagskráin er orðin mjög spennandi og ég tel niður dagana þangað til…:)
HönnunarMarsipan eru litríkir lakkrískonfektkubbar hannaðir af Örnu Rut Þorleifsdóttur og Rán Flygenring í samstarfi við sælgætisgerðina Sambó. 
HönnunarMarsipanið verður til sýnis og sölu í Kiosk, sem er á Laugavegi 65. 
“Á HönnunarMars, hönnunarhátíð 24.–27. mars, verður hægt að leyfa litríku og sjúklega góðu hjartsláttartruflandi HönnunarMarsipani að leika við bragðlaukana.”
Mmmmmmmm…..

Ég gæti nú alveg unnið við þessi borð.

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Hildur Dis

    20. March 2011

    Nammi namm fullt af marsipani;)
    mun þetta ekki kosta hálfan handlegginn?

  2. Takk & Takk

    20. March 2011

    hönnunarmarsipanið mun kosta um 650 krónur stykkið, ég vona að þinn handleggur sé töluvert dýrari en það! ;-)

  3. Hildur Dis

    20. March 2011

    Ohh æði ég mun pottþétt kaupa svona;)