HönnunarMars nálgast hratt og dagatalið mitt er að fyllast, ég mæli með því að þið kynnið ykkur dagskrá HönnunarMars HÉR og skipuleggið dagana 14-17 mars, því það er ó svo margt fallegt að sjá. Ég er sérlega spennt fyrir fyrirlestrardeginum -Um Sköpunarkraftinn- þann 14.mars í Þjóðleikhúsinu, í fyrra voru fyrirlestrarnir alveg frábærir og mjög “inspirerandi”, og ég ekki von á öðru en að þessi verði líka frábær. Fyrir áhugasama þá hljómar dagskráin svona:
9:30 | Húsið opnar
10:00 | Inge Druckrey, The Magical Eye
Inge Druckrey er grafískur hönnuður og á 40 ára glæstan starfsferil að baki sem bæði starfandi hönnuður og prófessor í Kunstgewerbeschule í Basel í Sviss. Inge hefur helgað ævistarf sitt hugmyndum um töfra augans og æfingum til að læra að nota sjónina betur í hversdagslífinu og njóta meiri fegurðar.
11:15 | Maja Kuzmanovich og Nik Gaffney
Maja Kuzmanovic er stofnandi FoAM, þar sem hún leiðir metnaðarfullan hóp þverfaglegs teymis m.a. hönnuða, listamanna, kokka, garðyrkjumanna og vísindamanna. Maju er erfitt að skilgreina en FoAM hefur meðal annars að leiðarljósi að rækta menninguna til að næra samfélag framtíðarinnar. Maja var útnefnd ein af Top 100 Young Innovators (1999) og Young Global Leader (2006) af World Economic Forum og MIT Technology review.
Hádegisverður
13:15 | Juliet Kinchin
Juliet Kinchin er sýningarstjóri í hönnunar- og arkitektúrdeild MoMA og starfaði áður sem sýningarstjóri hjá Victoria og Albert Museum. Juliet gegnir stöðu honorary research fellow við Glasgow háskóla og hefur mikinn áhuga á og skrifar um hlutverk nútímahönnunar í félagslegu og pólitísku samhengi.
14:00 | Mark Eley og Wakako Kishimoto
Hönnuðirnir á bak við Eley Kishimoto, hjónin Mark Eley og Wakako Kishimoto eru þekkt fyrir litríkan fatnað og fylgihluti, þar sem einstök mynsturhönnun er í aðalhlutverki. Hönnuðirnir, sem vinna gjarnan á jaðri hins hefðbundna tískuheims, hafa starfað saman í ríflega tvo áratugi og leita fanga í breskum handverksbrunni Eley og japönskum hönnunararfi Kishimoto.
10:00 | Inge Druckrey, The Magical Eye
Inge Druckrey er grafískur hönnuður og á 40 ára glæstan starfsferil að baki sem bæði starfandi hönnuður og prófessor í Kunstgewerbeschule í Basel í Sviss. Inge hefur helgað ævistarf sitt hugmyndum um töfra augans og æfingum til að læra að nota sjónina betur í hversdagslífinu og njóta meiri fegurðar.
11:15 | Maja Kuzmanovich og Nik Gaffney
Maja Kuzmanovic er stofnandi FoAM, þar sem hún leiðir metnaðarfullan hóp þverfaglegs teymis m.a. hönnuða, listamanna, kokka, garðyrkjumanna og vísindamanna. Maju er erfitt að skilgreina en FoAM hefur meðal annars að leiðarljósi að rækta menninguna til að næra samfélag framtíðarinnar. Maja var útnefnd ein af Top 100 Young Innovators (1999) og Young Global Leader (2006) af World Economic Forum og MIT Technology review.
Hádegisverður
13:15 | Juliet Kinchin
Juliet Kinchin er sýningarstjóri í hönnunar- og arkitektúrdeild MoMA og starfaði áður sem sýningarstjóri hjá Victoria og Albert Museum. Juliet gegnir stöðu honorary research fellow við Glasgow háskóla og hefur mikinn áhuga á og skrifar um hlutverk nútímahönnunar í félagslegu og pólitísku samhengi.
14:00 | Mark Eley og Wakako Kishimoto
Hönnuðirnir á bak við Eley Kishimoto, hjónin Mark Eley og Wakako Kishimoto eru þekkt fyrir litríkan fatnað og fylgihluti, þar sem einstök mynsturhönnun er í aðalhlutverki. Hönnuðirnir, sem vinna gjarnan á jaðri hins hefðbundna tískuheims, hafa starfað saman í ríflega tvo áratugi og leita fanga í breskum handverksbrunni Eley og japönskum hönnunararfi Kishimoto.
Hægt er að kaupa miða á Miði.is
(Myndin efst er af M-inu sem fatahönnuðurinn Mundi hannaði fyrir Marsinn:)
Skrifa Innlegg