fbpx

HÖNNUNARMARS: DAGUR 3

Þá er dagur 3 á HönnunarMars runninn upp og ég tilbúin í þétta dagskrá! Eins og áður þá eru ótal opnunarpartý í dag en nokkur sem ég er extra spennt fyrir og ég mæli með. Þar má nefna m.a. spennandi samsýningu í Syrusson hönnunarhúsi en sýningin sjálf er þegar búin að opna hjá þeim, þá er það opið hús hjá heima hjá snillingnum Auði Gná innanhússhönnuði þar sem hún kynnir Further North vörurnar sínar, ásamt því verður samstarf 66°Norður og Or Type kynnt og Farmers Market kynnir nýjar vörur ásamt ljósmyndasýningu. Eins og sjá má er dagurinn örlítið rólegri en undanfarnir dagar þegar kemur að opnunum en þá er um að gera að kíkja líka við á þær sýningar sem þið hafið áhuga á að sjá, heildardagskrá HönnunarMars má sjá hér. 

12728987_10153881803083080_2640729058184126721_n

Samsýning hönnuða í Syrusson Hönnunarhúsi. Fjöldi áhugaverðra hönnuða veita innsýn í líflega flóru íslenskrar hönnunar og sýna hér sitt nýjasta útspil. Fjölbreyttar nýjungar í húsgögnum, ljósum, gjafavörum og öðrum listrænum munum. Sérstakt opnunarhóf verður í dag kl.18:00 þar sem gestum býðst að þiggja léttar veitingar og samgleðjast með hönnuðunum. Ég mæli með þessari!

12805937_10154013982288011_8314579775398761282_n

Auður Gná innanhússhönnuður bíður gestum og gangandi í heimsókn á fallega heimilið sitt til að kynnast vörumerkinu Further North, þetta heimili er algjör gullmoli og eitt af mínum allra uppáhalds. Húsið opnar kl. 17:00, og þeir sem kunna að meta falleg heimili vilja ekki missa af þessu boði. Further North er einnig með sýningu í Snúrunni fyrir áhugasama.

or66.012045

66°Norður og Or Type kynna samstarf sitt í tilefni af HönnunarMars. Um er að ræða nýjar útgáfur af húfukollunni og nýtt letur sem er sérhannað af Or Type fyrir 66°Norður.

orrifinn.012312

KATAKOMBA // ORRIFINN SKARTGRIPIR. Katakomba er verk innblásið af upplifun þeirra af fornum hofum, rústum og grafhýsum á framandi slóðum. Einsog á fyrri HönnunarMörsum nýta Orri og Helga tækfifærið til stíga útfyrir ramma skartgripagerðar sinnar og vinna stærra verk.

 

Hér að neðan má sjá heildarlista yfir opnanir í dag! Það er nóg um að vera en þess má geta að allar sýningarnar eru opnar fram á sunnudag svo það er nægur tími til stefnu til að njóta HönnunarMars x

16:00 | Handleikið II svart rautt hvítt, “Skörin” rými Handverks og Hönnunar, Aðalstræti 10

17:00 | Further North – Opið hús,  Baldursgata 30

17:00 | 5 PLÚS 4,  Kaolin Keramik Gallerí, Skólavörðustíg 22

17:00 | Málstofa Krakkar fíla leiksvæði, Kjarvalsstaðir

17:00 | OR Type x 66°NORTH, Skólavörðustígur 12

17:00 | The Role Of The Whole, Grýtan, Keilugranda 1, 1. hæð

17:30 | Demba, Gotta, Laugaveg 7

17:30 | SO.NOT.ENOUGH, 38 þrep, Laugavegi 49

18:00 | Geislar – Ode to Light, Geislar hönnunarhús ehf, Bolholt 4

18:00 | KATAKOMBA // ORRIFINN SKARTGRIPIR, Skólavörðustíg 17A

18:00 | ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM, Sýrusson Hönnunarhús, Síðumúli 33

20:00 | Dulkápan, gjörningakvöld, Loft Hostel, Bankastræti 7

20:00 | Farmers Market, , Hólmaslóð 2



HÖNNUNARMARS: DAGUR 2

Skrifa Innlegg