fbpx

HÖNNUNARMARS : DAGUR 1

HönnunarMars er að skella á! Í dag er fyrsti dagurinn en þrátt fyrir að hátíðin sé sett formlega á morgun þá eru ótrúlega margar opnanir í dag. Það eru þrjár opnanir í dag sem ég er sérstaklega spennt fyrir en ég birti þó einnig lista með öllum opnunum sem ég fékk sendan frá Hönnunarmiðstöðinni svo þið getið valið úr það sem þið viljið sjá.

Þær sýningar sem ég get ekki beðið eftir að sjá eru í Epal, Snúrunni og Spark, ekki það að ég sé ekki spennt fyrir hinum sýningunum síður en svo. Ég hreinlega ætla að spara orkuna fyrir komandi daga enda mikið stuð framundan:)

bylgjur.040347

Opnunarpartý í Epal verður í dag á milli kl. 17:00-19:00. Þar sýna þeir frábært úrval af splunknýrri íslenskri hönnun eftir marga okkar bestu hönnuði, ásamt því að frumsýna verkið Bylgur: undir íslenskum áhrifum sem er samvinnuverkefni 6 hönnuðar frá Íslandi og Danmörku sem öll eiga það sameiginlegt að hafa náð mjög langt í sínu fagi.

finnsdottir samsurium mm foto 2016

Opnunarpartý í Snúrunni verður í dag á milli kl.18:00-20:00. Þar verða sýndar nýjungar frá Finnsdóttir, Further North og Pastelpaper. Ég hitti einmitt Þóru Finnsdóttur í gær í Snúrunni og tók viðtal við hana, þvílíkur talent. Það sama má þó segja um hina sýnendurna, meira um þessa sýningu síðar!

111.040435

Opnunarpartý í Spark design space verður í dag kl.20:00. Þar verður frumsýnt tilraunarverkefnið 1+1+1 sem er samstarfsverkefni þeirra Hugdettu, Aalto +aalto og Petru Lilju. Verkefnið hlaut jafnframt viðurkenningu „Bjartasta vonin“ í flokknum Vöruhönnun ársins á Hönnunarverðlaunum Reykjavík Grapevine 2016.

 

Hér að neðan má sjá allar opnanir dagsins í dag, og það er af nægu að taka! Ef þið klikkið á heiti sýningarinnar þá farið þið yfir á viðburðinn sjálfann og getið lesið ykkur til um sýningarnar.

16:00 | Primitiva – safn verndargripa, Safnahúsið, Hverfisgata 15

16:00 | Keramikhönnun á frímerkjum, Safnahúsið, Hverfisgata 15

16:00 | Veggtjöld, Safnahúsið, Hverfisgata 15

16:00 | Þýðingar, Safnahúsið, Hverfisgata 15

16:00 | SEB Animals, GK Reykjavík, Skólavörðustíg 6

17:00 | Mirroring Moments, Lækningaminjasafnið/ Seltj.nes

17:00 | Flóð, Lækningaminjasafnið/ Seltj.nes

17:00 | Spot, Spot 2 & Spor, Lækningaminjasafnið/ Seltj.nes

17:00 | Borg og Skógur, Lækningaminjasafnið/ Seltj.nes

17:00 | Fyrirsjáanleg borgarleg óreiða, Lækningaminjasafnið/ Seltj.nes

17:00 | Við- fangs-efni, Lækningaminjasafnið/ Seltj.nes

17:00 | Sound Of Iceland, Bergstaðastræti 10 A

17:00 | BYLGJUR: undir íslenskum áhrifum, Opnunarpartý Epal, Skeifunni 6

17:00 | Endless Colours of Icelandic Design, Opnunarpartý Epal, Skeifunni 6

17:00 | Efnasamband, Aurum, Bankastræti 4

17:00 | Leiðin  heim, Aurum, Bankastræti 4

17:00 | NANOOK „betur sjá augu en auga“, Aurum, Bankastræti 4

17:00 | Frímínútur / Prestar, Gallerí Grótta, Eiðistorg

17:00 | Þinn staður – okkar bær, Hafnarborg/ Strandgötu 34 Hafnafj

17:00 | Þríund / Triad, Hönnunarsafn, Garðatorgi 1

18:00 | Kyrrð, Hverfisgata 71A

18:00 | AURUM vinnur með Göngum saman, Aurum, Bankastræti 4

18:00 | By hand, Snúran, Síðumúla 21

19:00 | Connecting Iceland, Norræna Húsið, Sturlugötu 5

19:30 | FÍT keppnin 2016 – Grafísk hönnun á Íslandi, Sjávarklasinn, Grandagarði 16

19:30 | The Art of Graphic Storytelling, Sjávarklasinn, Grandagarði 16

19:30 | Places of Origin. Polish Graphic Design in Context.  Sjávarklasinn, Grandagarði 16

19:30 | Wights / Supernatural spirits Vættir / yfirnáttúrulegar verur,  Sjávarklasinn, Grandagarði 16

19:30 | Mæna, Sjávarklasinn, Grandagarði 16

20:00 | 1+1+1, Spark, Klapparstíg 33

20:00 | Leið 10, Hlemmur Square, Laugav. 105

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

DRAUMASKÁLIN ER KOMIN...

Skrifa Innlegg