fbpx

HÖNNUNARMARS

Íslensk hönnunUmfjöllun

Hönnunarmars er svo sannarlega skolllinn á og ég er eins og undin tuska eftir daginn. Byrjaði daginn á mjög skemmtilegum morgunfundi með Emmu og fórum svo á fjölmargar opnanir ásamt fyrirlestrum í Þjóðleikhúsinu á vegum Hönnunarmiðstöðvarinnar.

Sýningin Skepnusköpun í Spark design space er mjög flott, og áhugaverð nálgun á vöruhönnun.

Vöruhönnuðurinn Anna Þórunn kynnti þessi borð í Epal + Hörpu.

Marmaraborð eftir Ólöfu Jakobínu voru líka í Epal.

Tinna Gunnardóttir sýnir þessa gordjöss geometrísku lampa í Þjóðmenningarhúsinu, þar er Vík Prjónsdóttir einnig að sýna nýjann Selsham í samstarfi við Eley Kishimoto. Á fyrstu hæðinni er svo sýningin Flétta.

Einnig kíktum við á opnun sýningu vöru- og iðnhönnuða í Hörpu, þar er einnig sýning á húsgögnum frá öllum helstu húsgagnaframleiðendum og húsgagnahönnuðum á Íslandi sem kom mér skemmtilega á óvart.

Það sem hefur heillað mig mest enn sem komið er (og þá er ég bara að tala um nýja hönnun) : Lampar Tinnu Gunnarsdóttir, Marmaraborð Ólöfu Jakobínu og hliðarborð Önnu Þórunnar í Epal.

En það er margt eftir að sjá, og sumt í annað sinn til að njóta betur.

p.s. takk þið sem hafið pikkað í mig og heilsað mér á sýningunum, það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart að hitta lesendur mína en ég kann virkilega að meta það.

xxx

PELLA HEDEBY

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Kristbjörg Tinna

    15. March 2013

    Ég hlakka svo til :)