fbpx

HOME SWEET HOME

Persónulegt

Í gær kom ég heim eftir dásamlega viku á Tenerife með uppáhaldsstrákunum mínum og vá hvað þessi eyja er mikil paradís og áttum við fjölskyldan algjört draumafrí. Það er varla hægt að finna barnvænni stað en Tenerife, með leiksvæðum á hverju horni og dásamlegt viðmót allra til barna, svo vorum við einnig mjög heppin með hótel. Ég ákvað að gefa mér algjört frí frá tölvunni og tölvupósti sem er algjört met og ég kem því alveg endurnærð til baka í góða vinnuviku, ég var þó búin að tímastilla nokkrar færslur á blogginu fram í tímann til að bloggið færi ekki í líka í frí, og vá hvað það er mikið að frétta á Trendnet síðan ég kíkti síðast inn, 3 nýjir bloggarar! Ég vona að þið séuð búin að kíkja við hjá þeim Jennifer, Sigríði og Steinunni, ég er að minnsta kosti alsæl með þessa flottu viðbót:)

Ég byrjaði daginn snemma í dag, það þurfti jú að taka upp úr töskum, taka til og útrétta því ég var búin að bjóða heim í surprise “babyshower” handa uppáhalds Rakel minni sem kom heim í morgun í smá sumarfrí. Boðið heppnaðist ótrúlega vel en við höfðum allar skipt á milli okkar veitingum og ég keypti svo smá gjafir handa litla krílinu frá okkur sem voru hengdar upp á snúru voða krúttlegt, en það var órói, ungbarnahúfa, bangsi, samfellur og mokkasínur sem hún Linnea mín í Petit laumaði aukalega í pokann. Ég held ég fari ekkert út í smáatriði hvernig “skemmtiatriðin” voru…. en þau innihéldu m.a. brætt súkkulaðismakk úr bleyju, já ég hef greinilega frekar súran húmor:)

Screen Shot 2016-05-22 at 22.24.49

Mynd frá Instagramminu hennar Rakelar @rakelrunars

Screen Shot 2016-05-22 at 23.10.42

Þessi mynd lætur allt líta út fyrir að vera fínt hér heima, en nei nei það er það ekki:)

Mynd frá mínu instagrammi @svana_

Screen Shot 2016-05-22 at 22.28.08

La vie est belle  ♡

Screen Shot 2016-05-22 at 22.28.50

Mögulega hápunktur lífsins hjá Bjarti að fara í apagarðinn á Tenerife, algjör draumur. Mæli þó með því að vera mætt við opnun til að aparnir séu svangir þegar þið mætið og þá eru líka mjög fáir í garðinum! Ég er eftir að fara í gegnum myndirnar úr myndavélinni en þessar eru allar af instagram, hvernig er það annars að láta framkalla myndir í dag? Ef þið lumið á góðum síðum með gott verð á ljósmyndaframköllun megið þið endilega skilja eftir línu.

Á morgun er ég búin að lofa mér að sjá um Trendnet snapchat sem við vorum að opna um helgina, mæli með að fylgjast með @trendnetis, en miðað við stöðuna núna þá þarf ég líklega að taka til í beinni en við sjáum þó til haha.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

57 FERMETRA SVARTUR DEMANTUR

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Halla

    23. May 2016

    Hvaðan eru sandalarnir hans Bjarts?

    • Svart á Hvítu

      23. May 2016

      Fékk þá nýlega í Lindex:) Algjör snilld, var líka með hann í þeim við sundlaugarbakkann og stundum útí vatninu líka og sér varla á þeim.

  2. Linda

    23. May 2016

    Sæl

    Má ég forvitnast á hvaða hóteli þið voruð? er nefnilega að fara á Tenerife og er að skoða hótel :-)

    kv
    Linda

    • Svart á Hvítu

      23. May 2016

      Hæ við vorum á Mediterranian Hotel, bókaði í gegnum síðuna þeirra. Ég var amk ánægð, það var innifalið morgunarverðarhlaðborð, sundlaugin var æðisleg, alltaf lausir sólbekkir og mjög stórt og flott barnaleiksvæði með gæslu og barnadiskó öll kvöld. Almennt frekar mikið um að vera þarna, dansandi hvalur alla morgna fyrir börnin, og svo sundleikfimi fyrir fullorðna í lauginni fyrir þá sem vilja, mikið stuð:) Svo var tónlist í garðinum öll kvöld frá 9-11, helsti gallinn var að það heyrðist þá dálítið inní herbergið þegar Bjartur var sofnaður, en ég lét mig alveg hafa það. Aðrir hefðu mögulega viljað þá snúa frá garðinum. Svo er innangengt yfir á systurhótel þess, Cleopatra sem var líka með flotta sundlaug. Geggjuð staðsetning:)
      Mbk.Svana

  3. Erla

    23. May 2016

    ég væri líka alveg til í að vita með framköllunina :) elska samt prentagram fyrir instagram myndir :)

  4. Agla

    25. May 2016

    Svooo kósý sunnudagur <3