HOME SWEET HOME

HeimiliPersónulegt

Mikið er gott að vera komin heim! Heima er alltaf best þrátt fyrir að Boston hafi verið yndisleg. Ég ætla að taka saman smá lista yfir þær verslanir sem mér þótti vera skemmtilegastar úti og birti hann eflaust á morgun, vonandi einhverjum til gagns. Ég drösslaði ágætis magni af dóti með mér heim og því endaði kvöldið í tiltekt til að koma fyrir nýju hlutunum…allt af sjálfsögðu alveg bráðnauðsynlegt;)

I never read. I just look at pictures plakatið fékk sinn stað í kvöld og bleika dagatalið fékk því að fjúka. ( er samt eftir að negla rammann upp). Á myndinni sést einnig hvernig svefnherbergið okkar er aðskilið frá stofunni á þennan frábæra hátt -með kögurhengi… hver þarf svosem hurð haha.

xxx

THE SUPER ORDINARY

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

 1. Kristbjörg Tinna

  8. April 2013

  Svana Lovísa hvar fæ ég kögurhengi?! VERÐ að fá svoleiðis handa litlu sys :)

  Og btw ég er að ELSKA plaggatið ;)

  • Svart á Hvítu

   8. April 2013

   Þetta keypti ég í París á sínum tíma…
   En ég á líka svart sem ég fékk fyrir löngu í Pier.. þetta fæst þar stundum, svo t.d. rúmfatalagerinn og Ilva?
   Tékkaðu á því:)

 2. María

  9. April 2013

  Lampinn er æði.
  Ekki getur þú sagt mér hvar ég finn hvítt plein skilrúm sem kostar ekki alltof mikið?

  • Svart á Hvítu

   9. April 2013

   úff… ég hef bara því miður ekki rekist oft á slíkt hér heima, og þá alls ekki ódýr. Ódýrar lausnir væru helst að nota frístandandi bókahillur sem skilrúm eða þá kögurhengi:)

 3. Kristbjörg Tinna

  9. April 2013

  Fundið í Habitat ;)

 4. Marín

  11. April 2013

  Hæ, langar að spyrja hvar þú fékkst plakatið?

  • Svart á Hvítu

   11. April 2013

   Hæhæ, það fæst bara í safninu sjálfu, s.s. Moderna í Stokkhólmi. Ég fékk vin minn sem býr úti til að kaupa það handa mér og senda:)