Hér býr hollenski stílistinn og listmálarinn Irene de Klerk Wolters ásamt fjölskyldunni sinni en þau fluttu nýlega til Kaupmannahafnar. Ég elska hollenskan stíl og ég elska líka skandinavíska stílinn og þetta heimili er góð blanda af báðum. Ég er sérstaklega hrifin af eldhúskróknum en það er eitthvað svo heillandi við það að hafa bekk í eldhúsum, mögulega af því að ég ólst upp á þannig heimili þar sem við systurnar sátum alltaf á bekk við eldhúsborðið, meira að segja gömlum kirkjubekk sem mamma komst yfir. Hollenski stíllinn er töluvert grófari en sá skandinavíski, þar er mjög vinsælt er að hafa gróf iðnaðarljós og alltaf nóg af viðarhúsgögnum í bland við hluti sem keyptir eru á flóamörkuðum, sá stíll er góður í bland við þennan hreina og beina skandinavíska.
Heillandi íbúð með persónulegum stíl, það getur líka varla klikkað þegar kemur að heimili þar sem býr stílisti. Myndir via Vt Wonen.
Vonandi áttuð þið góðan dag í sólinni, ég krossa fingur að sumarið verði allt svona xx
Skrifa Innlegg