fbpx

H&M HOME KYNNIR SPENNANDI SAMSTARFSLÍNU MEÐ POPPY DELEVIGNE

H&M homeHönnun

H&M HOME kynnir í dag samstarfslínu sem ber heitið „Heima hjá“ en fyrsta línan er hönnuð í samstarfi við leikkonuna og stílíkonið Poppy Delevingne. Litríkt heimili hennar þykir ákaflega smekklegt og er sannkallað himnaríki fyrir fagurkera. Það lá því vel við að heimili leikkonunnar bresku yrði innblásturinn fyrir hönnunarteymi H&M HOME og grunnurinn að þessari spennandi línu sem kemur í verslanir í lok mánaðarins, þar á meðal í H&M Smáralind.

Ég persónulega er mjög spennt að sjá afrakstur línunnar þar sem ég hrífst sérstaklega mikið af litríkum heimilum og stíllinn hennar Poppy er eftirtektarverður svo fátt sé sagt, en heimili hennar birtist núna í septemberblaði Architectural Digest og var hrikalega smart. (sjá myndir neðar í færslunni).

“Innanhússtíll Delevingne telst seint minimalískur og fær hún mikinn innblástur frá bæði kvikmynda-og tískuheiminum. Heimili hennar í vesturhluta Lundúna er samblanda af elegans, litríkum munstrum og mjúkum áferðum sem gerir heimilið persónulegt og hlýlegt. Dökkgrænn og jarðartónar H&M HOME pössuðu því fullkomnlega inn í rýmið hjá Delevingne, allt frá svefnherberginu til eldhússins og á baðherberginu. Koparlitað messing, antíkbleikur og fölgrátt má einnig sjá bregða fyrir í línunni en samblanda þessar efna og áferða gefa í senn klassískan og skemmtilega eklektískan stíl.”

„Að skapa sér heimili snýst um að umvefja sig hlutum sem þú elskar, og ég kolféll fyrir vörunum í línunni frá H&M HOME. Það er líka ótrúlega spennandi að fá tækifæri til að vinna með innanhússmerki sem er á uppleið og býður upp á breitt úrval af mismunandi stílum og hönnun, sérstaklega þar sem að ég elska að blanda saman mismunandi hlutum og skapa þannig minn eigin stíl“ segir Poppy Delevingne. 

„Það er alltaf ánægjulegt að sjá H&M HOME vörur inni á heimilum fólks og það var sérstaklega gaman að heimsækja heimili Poppy. Stíllinn hennar er svo skemmtilegur og heillandi – svo elskar hún að nota liti um allt hús“ segir Camilla Henriksson, yfirmaður markaðs-og samskiptamála hjá H&M HOME.

Myndir : H&M press 

Myndirnar hér að neðan eru svo úr innlitinu frá Architectural Digest sem sjá má – nánar hér –

Ég er mjög spennt fyrir þessu samstarfi H&M Home við Poppy Delevingne og hlakka til að sjá vörurnar með eigin augum. Samstarfslínan „Heima hjá“ gefur til kynna að við megum eiga von á fleiri samstarfslínum þar sem vörurnar eru kynntar inná heimilum þeirra fagurkera sem unnið er með að hverju sinni, hversu spennandi!

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

MEÐ FLOTTAN MYNDAVEGG & GÓÐAN SMEKK

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1