fbpx

HLÝLEGT & TÖFF

Heimili

Þetta dökka og fallega heimili er staðsett í Vasastan í Stokkhólmi, það fann ég á fasteignasíðunni frábæru Fantastic Frank. Þarna má svo sannarlega sækja sér innblástur, þá sérstaklega frá litavali á veggjum og gólfdúkaval – geómetríkin er sko komin til að vera.

Fallegur myndaveggur í stað höfuðgafls

Áhugaverður gluggi í svefnherberginu, ef þið skrollið aðeins neðar þá sjáið þið að þarna er eldhúsið

Ótrúlega flottur geómetrískur gólfdúkur, og þarna leynast líka Nike Free skór hangandi sem skraut -enda afar fagrir

Stofan er dökkmáluð sem gerir hana mjög hlýlega. 265 lampinn eftir Paolo Rizzatto setur punktinn yfir i-ið ásamt flottum bakkaborðum frá HAY.

Afhverju ætli þessi útfærsla sé ekki notuð oftar.. að mála hurðar í sama lit og veggi? Kemur afskaplega vel út

Á þessu heimili eru minnispunktarnir tússaðir á rúðuna! Svört innréttingin nýtur sín vel með hvítum flísunum

Horft inn í svefnherbergi á meðan hrært er í pottunum, áhugavert:)

Þarna væri ég til í að búa! Hlýlegt og töff.

-Svana

Í BARNAHERBERGIÐ

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Elva ská á móti sessunautur :o)

    16. September 2013

    …fíla það geðveikt að tússa á rúðuna :o)

  2. Helgi Ómars

    16. September 2013

    EEEEEELSKA ÞETTA!!

    Viltu gera íbúðina mína svona þegar ég verð ríkur (7,9,13,)??

  3. Tanja Dögg

    16. September 2013

    Langar í þetta svefnherbergi, truflað!! :)