Eins og ég nefndi í gær þá ætlaði ég að taka mynd í dag af nýju uppröðuninni í eldhúshillunni, og ég er afar stolt af mér að hafa staðið við það;) Mig hafði langað í smá tíma að draga diskana og skálar uppúr skúffum og raða á hilluna fyrir ofan vaskinn í staðinn. Bæði er það mjög praktískt að geyma þá fyrir ofan vaskinn en ég var einnig alltaf í stökustu vandræðum með þessa hillu og það að raða smekklega á hana og hún var orðin svo ofhlaðin. Það létti ekkert smá mikið á eldhúsinu að hafa skipt þessu út en það spilar svosem inní að þetta er voða hvítt og látlaust á að horfa (diskarnir og skálarnar eru samt með crazy mynstri… ljónum og blómum:)
Hér má sjá hvernig eldhúsið tengist við stofuna, þarna má líka sjá í fyrsta sinn (svo ég muni) stól sem Andrés vann í skemmtilegum leik fyrir jólin, hann er frá Willamia.
Og svo er það hillan í heild sinni, tada! Ps. þetta fagurbláa viskastykki er það besta sem til er og ég fæ ekki greitt fyrir að segja ykkur það. Það er frá Skjalm P frá vefversluninni Snúrunni, ég er hætt að nenna að nota neitt annað í dag.
Ég hef verið að vandræðast lengi vel með það hvort ég eigi að birta myndir oft héðan heima og hvar línan liggi í því að vera of persónuleg. Ég t.d. hefði venjulega ekki birt færslu um að ég hafi verið að raða í hilluna hér heima, en ég bara verð að trúa því að það sé aðeins fólk að fylgjast með blogginu sem hefur áhuga á þessu eins og ég, og sé ekki hér statt til að gagnrýna. En svo enn og aftur að áramótaheitunum mínum (vonandi eru þið líka að standa við ykkar), þá ætlaði ég mér að hætta þessari miklu hræðslu sem ég hef verið haldin við gagnrýni sem getur valdið mikilli streitu. Núna er ég hálfnuð með námskeiðið mitt á Dale Carnegie og held barasta að ég sé farin að finna mikinn mun. Bíðið bara, bráðlega fer ég að sýna ykkur ofan í skúffurnar mínar….
x Svana
Skrifa Innlegg