fbpx

HILLUPÆLINGAR & FLEIRA

EldhúsHeimiliPersónulegt

Eins og ég nefndi í gær þá ætlaði ég að taka mynd í dag af nýju uppröðuninni í eldhúshillunni, og ég er afar stolt af mér að hafa staðið við það;) Mig hafði langað í smá tíma að draga diskana og skálar uppúr skúffum og raða á hilluna fyrir ofan vaskinn í staðinn. Bæði er það mjög praktískt að geyma þá fyrir ofan vaskinn en ég var einnig alltaf í stökustu vandræðum með þessa hillu og það að raða smekklega á hana og hún var orðin svo ofhlaðin. Það létti ekkert smá mikið á eldhúsinu að hafa skipt þessu út en það spilar svosem inní að þetta er voða hvítt og látlaust á að horfa (diskarnir og skálarnar eru samt með crazy mynstri… ljónum og blómum:)

20150303_153349

Hér má sjá hvernig eldhúsið tengist við stofuna, þarna má líka sjá í fyrsta sinn (svo ég muni) stól sem Andrés vann í skemmtilegum leik fyrir jólin, hann er frá Willamia.

hilla

 Og svo er það hillan í heild sinni, tada! Ps. þetta fagurbláa viskastykki er það besta sem til er og ég fæ ekki greitt fyrir að segja ykkur það. Það er frá Skjalm P frá vefversluninni Snúrunni, ég er hætt að nenna að nota neitt annað í dag.

Ég hef verið að vandræðast lengi vel með það hvort ég eigi að birta myndir oft héðan heima og hvar línan liggi í því að vera of persónuleg. Ég t.d. hefði venjulega ekki birt færslu um að ég hafi verið að raða í hilluna hér heima, en ég bara verð að trúa því að það sé aðeins fólk að fylgjast með blogginu sem hefur áhuga á þessu eins og ég, og sé ekki hér statt til að gagnrýna. En svo enn og aftur að áramótaheitunum mínum (vonandi eru þið líka að standa við ykkar), þá ætlaði ég mér að hætta þessari miklu hræðslu sem ég hef verið haldin við gagnrýni sem getur valdið mikilli streitu. Núna er ég hálfnuð með námskeiðið mitt á Dale Carnegie og held barasta að ég sé farin að finna mikinn mun. Bíðið bara, bráðlega fer ég að sýna ykkur ofan í skúffurnar mínar….

4eb501f20bdaef10227591b41f394f4a 93c5fb1eade2602d1e08b21558eae369-620x620

x Svana

Á STRING HILLUNNI: HUGMYNDIR

Skrifa Innlegg

23 Skilaboð

  1. Gudny

    3. March 2015

    Rosalega fallegt heimili :)

  2. Sæunn

    3. March 2015

    Mér þykir þessi persónulega hlið á þér amk mjög skemmtileg og heimilið þitt af því sem hefur verið birt hér er afskaplega smekklegt og fallegt :)

  3. Lilja

    3. March 2015

    Svo skemmtilegar svona persónulegar færslur! Er sjálf í vandræðum með skápapláss í eldhúsinu og gott að fá smá hillu-innblástur :)

  4. Gígja

    3. March 2015

    Finnst svona persónulegar innfærslur æði :-)
    Þú hefur ansi fallegan smekk og gefur svo sannarlega góðan innblástur :D

  5. Silja M Stefáns

    3. March 2015

    Mér finnst þessar færslur einna skemmtilegastar frá þér :)

  6. Linda Hrönn

    3. March 2015

    Alltaf jafn gaman að fá að sjá myndir af heimilinu þínu :)

  7. Lilja

    3. March 2015

    Ég skoða bloggið þitt daglega og finnst þetta einmitt skemmtilegustu bloggin. Haltu áfram að setja inn myndir af heimilinu þínu, því það er ekkert smá fallegt :)

  8. Bríet Kristý

    3. March 2015

    elska persónulegu færslurnar :) þvi meira þvi betra!

  9. Kristbjörg Tinna

    3. March 2015

    Ég elska þetta nýja mottó <3

  10. Andrea

    4. March 2015

    Rosalega fallegt hjá þér. Mig langar svo að vita hvar ég get fengið svona ljósaseríu. Finnst hún svo töff. Getur þú ráðlagt mér?

    kv. ABald

    • Svart á Hvítu

      4. March 2015

      Takk fyrir, ég fékk mína fyrir nokkru síðan í Bauhaus en hún hefur verið uppseld lengi. Ég veit þó að það eru til svona seríur á fínu verði á aliexpress t.d., getur prófað að slá inn ‘light bulb garland’ t.d.
      :)

      • Anonymous

        4. March 2015

        Takk

  11. Agnes

    4. March 2015

    Skemmtileg síðan þín. Persónulegt og full af innblæstri.
    … þú ert alveg á pari við Nutella ;o)

    kv.Agnes

  12. Anna

    4. March 2015

    Æðislega flott allt hjá þér, bestu færslurnar eru þessar :)
    Má ég spurja þig á hvaða námskeiði þú ert hjá Dale?

    • Svart á Hvítu

      4. March 2015

      Ég ákvað að fara á aðalnámskeiðið þeirra 25+ sem er 8 vikur að lengd:) Hef verið á leiðinni á það í nokkur ár…..

  13. Svart á Hvítu

    4. March 2015

    Takk fyrir kommentin stelpur, þið eruð bestar!:)
    Kær kveðja, Svana.

  14. Karítas Gissurardóttir

    4. March 2015

    Uppáhald færslurnar mínar eru myndir frá heimilinu þínu – vonandi er ég ekki eins og einhver heimilis-stalker-pervert :) En mér finnst rosalega gaman að sjá heima hjá fólki, sérstaklega þegar það er svona flott og fínt heima hjá þeim og veitir manni innblástur – áfram svona, hlakka til að sjá í skúffurnar þínar ;)

  15. Sigrún

    6. March 2015

    Mjög gaman að fá að sjá fallega heimilið þitt

  16. Lydia

    9. March 2015

    Virkilega fallegt … má ég spyrja hvar þú færð svona ljósaperuseríu ;) eins og hangir á veggnum ? Ég er að leita mér að einhverju svipuðu.

    • Svart á Hvítu

      9. March 2015

      Ég myndi tékka á aliexpress:) ódýrar þar, mín fékkst í Bauhaus en kemur víst ekki þangað aftur!

      • Lydia

        10. March 2015

        Kærar þakkir fyrir skjót viðbrögð :)