fbpx

HELLA JONGERIUS+IKEA

Fyrir heimiliðIkea

Ég fékk þessa spurningu í kommenti um daginn: “Vasinn úr IKEA eftir Hella Jongerius, ertu með hann á gólfi eða hvað og ertu með e-ð í honum? Hef farið margar margar margar ferðir til að kaupa hann en veit hreinlega ekki hvar ég á að setja hann :)”

Minn vasi stendur reyndar alltaf tómur, fyrir utan það að ég safna stundum klinki í hann.. fínasti felustaður. Mér finnst þetta í raun vera hinn fullkomni vasi, hann er fallegur á gólfi, í hillu, borði.. hvar sem er. Og er jafn fallegur tómur eða með blómum í – þurfa þó að vera stór! Ég myndi ekki hika með að kaupa hann ef hann er til í búðinni þegar þú ferð.. ef þetta væri ekki Ikea, þá myndi stykkið fara á nokkur hundruð þúsund. (Þá ekki fjöldaframleitt að sjálfsögðu.)

xxx

DAGSINS

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Guðbjörg

    15. October 2012

    Ég á hvítan svona! Þessi bleiki með gull litnum var búinn þegar ég keypti minn :( langaði svo mikið í hann!! Ég hef minn bara á góflinu, en um jólin að þá set ég seríur í hann það kemur mjög flott út :) Fæ mér bleika einn daginn ;)

  2. Anna

    15. October 2012

    Fást þeir núna í Ikea? Veit einhver?

    • gunna

      17. October 2012

      Bara til svartir eftir,,, þeir eru að hætta í sölu,

  3. Björk

    16. October 2012

    Hæhæ :)

    Mig langadi ad kasta a thig einni spurningu. Ertu med einhver trix hvernig er best ad na gomlu lakki af trehusgögnum og gera thau klar fyrir nyja lökkun ? :)

    Eg var svo heppin ad fa 3 fallega danska tre eldhus stola sem ad thurfa a sma andlitslyftingu a ad halda :)