Ég fékk þessa spurningu í kommenti um daginn: “Vasinn úr IKEA eftir Hella Jongerius, ertu með hann á gólfi eða hvað og ertu með e-ð í honum? Hef farið margar margar margar ferðir til að kaupa hann en veit hreinlega ekki hvar ég á að setja hann :)”
Minn vasi stendur reyndar alltaf tómur, fyrir utan það að ég safna stundum klinki í hann.. fínasti felustaður. Mér finnst þetta í raun vera hinn fullkomni vasi, hann er fallegur á gólfi, í hillu, borði.. hvar sem er. Og er jafn fallegur tómur eða með blómum í – þurfa þó að vera stór! Ég myndi ekki hika með að kaupa hann ef hann er til í búðinni þegar þú ferð.. ef þetta væri ekki Ikea, þá myndi stykkið fara á nokkur hundruð þúsund. (Þá ekki fjöldaframleitt að sjálfsögðu.)
xxx
Skrifa Innlegg