Sonur minn eignaðist leiktjald í dag, en mamman ákvað að bretta upp ermarnar um helgina og sauma eitt stykki í barnaherbergið. Ég var búin að eiga efnið til í nokkrar vikur og aldrei komið mér í verkið, en svo var ég ekki nema um klukkustund að sauma það saman (tek það fram að ég er vön að sauma). Ég ætla að taka betri myndir af því þegar kósýhornið er alveg tilbúið og birti þá leiðbeiningar hvernig ég fór að. Núna þarf ég að kíkja í verslunarferð og finna til nokkra huggulega púða og teppi eða gæru til að fullkomna tjaldið. Svo er spurningin hversu lengi tjaldið fái að standa upprétt!
P.s. ég er ennþá alltaf að gera nafnaplakötin fyrir áhugasama, sjá betur hér.
Skrifa Innlegg