fbpx

HEIMSÓKN Í SCINTILLA

Íslensk hönnunVeggspjöld

Eins og þið vitið eflaust flest þá er ég mjög hrifin af íslenska hönnunarmerkinu Scintilla, áhuginn kviknaði þegar ég vann í Spark design space í nokkur ár en upphaflega var það eina verslunin á Íslandi sem seldi vörur frá þeim. Ég var ekki lengi að næla mér í bleikt plakat á sínum tíma þegar þau voru í sölu eða jafnvel hvort að Sigga sem rekur Spark hafi gefið mér það því það var svo “Svönulegt”, ég er reyndar alveg sammála því, þetta plakat er mjög mikið “ég”. Síðan þá hef ég fengið óteljandi skilaboð og fyrirspurnir frá lesendum og vinum varðandi bleika plakatið mitt svo ég varð mjög fegin þegar Scintilla ákvað nýlega að hefja aftur framleiðslu á svipuðum plakötum. IMG_0785

Ég varð alltíeinu svo spennt fyrir þessum nýju plakötum að ég ákvað að næla mér í eitt í viðbót en núna í bláum lit svo það fær mögulega að skreyta strákaherbergið sem er í vinnslu:) En herregud hvað þau eru stór…kom mér mjög mikið á óvart þegar ég sótti mitt eintak í Skipholtið í dag, stærðin er nefnilega A0 sem er töluvert stærra en það sem ég á fyrir. Ég ætla því að skunda með það í innrömmun á morgun og er mjög spennt að sjá útkomuna, ég efast nefnilega um að hægt sé að fá svona stóra ramma í verslunum.

IMG_0782

Speglarúmgaflinn er líka trylltur en hann var búinn til fyrir sýninguna sem haldin var í Spark fyrir nokkrum árum. Blái spegillinn er úr ótrúlega fallegri speglalínu sem kom út fyrir jól í fyrra, ég er með einn bleikann sem er þó töluvert minni mjög ofarlega á óskalistanum mínum.

IMG_0781 IMG_0780

Svo eru líka allskyns fínir púðar, náttföt og handklæði til frá þeim, þessar vörur fást bæði hjá Scintilla ásamt Spark design space:)

IMG_0776

Og hér má sjá Lindu sjálfa, þarna er hún að klára að árita síðustu eintökin af plakötunum sem eftir eru. Ég er nefnilega smá pikkí á númer þegar kemur að árituðum myndum og bað sérstaklega um síðasta plakatið í röðinni s.s. númer 50/50.

Ég sýni ykkur svo þegar ég sæki það úr innrömmun:)

-Svana

NÝTT: GWENETH BAG

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Sigrún

    6. August 2014

    Æði, mér finnst þessi plaköt mjög falleg! En hvert er best að fara með þau í inrömmun hérna á Íslandi? Kostar það rosa mikið eða?

    • Svart á Hvítu

      6. August 2014

      úff það eru margir staðir sem koma til greina, ég hef mest verslað við Innrömmun Hafnarfjarðar (bý hér svosem) og er alltaf ofsalega ánægð. Innrömmun er þó sjaldan ódýr, fer allt eftir hvernig ramma þú velur, viður eða ál t.d. Ég lét ramma inn tvö stór plaköt í fyrra og borgaði minnir mig 18 þús fyrir þau bæði!

      • Sigrún

        6. August 2014

        Já ég hef einmitt látið ramma inn mynd í uk þar sem ég bý og það var sko minnir mig ekki ódýrara! Alltaf gott að vita af góðum stöðum, ef maður skyldi þurfa á að halda :) Takk!

  2. Þórey

    6. August 2014

    Sama spurning og fyrir ofan :)

  3. Adda Soffía

    10. August 2014

    hvað kostar svona plaggat hjá henni Lindu?