Helgarnar mínar hafa undanfarið einkennst af allskyns tilfæringum á heimilinu og er ég í einhverskonar hreiðurgerð ef svo má kalla. Heimilið er minn griðarstaður og mér líður hvergi betur en þar og því er mikilvægt að hafa umhverfið þannig að það sé notalegt. Ég hreinlega man ekki til þess að hafa komið með formlega tilkynningu á bloggið en ég gerði það þó á Instagram en tilefni hreiðurgerðarinnar er sú að ég á von á mínu öðru barni í vor og tilhlökkunin því orðin mikil. Ég er gengin 24 vikur á leið og því ágætis tími til að huga að því sem þarf að klára á heimilinu – sem er ó svo margt.
Hlakka til að leyfa ykkur að fylgjast betur með ♡ Í tilefni þess að það er komin helgi þá er tilvalið að skoða smá heimilisinnblástur – sænskt og huggulegt er það í dag!
Það er eitthvað við röndótta veggi sem ég heillast alltaf jafn mikið af – spurning að láta vaða og prófa á einn vegg!
Eigið góða helgi!
// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu
Skrifa Innlegg