Heimili Ninu Holst hjá Stylizimo blogginu er komið á sölu, hún er alveg einstaklega smekkleg daman og ég sæki gjarnan innblástur á hennar heimili. Það er þó smá furðulegt að sjá myndir af heimilinu hennar teknar með gleiðlinsu sem fasteignasölur eru jú svo hrifnar af.
Hér að neðan má sjá að heimilið var fyrir nokkru síðan töluvert meira hlaðið af hlutum, mér finnst það aðeins skemmtilegra þá:) Takið eftir Karlsstad Ikea sófanum sem er sá sami á báðum myndum en bara búið að skipta um áklæði.
En afskaplega stílhreint og fallegt engu að síður, þó að ég kjósi útgáfuna hér að ofan.
Draumafataherbergi! Nina nefndi einmitt að það væri það helsta sem hún ætti eftir að sakna.
En eigum við eitthvað að ræða þetta bíó/vinnuherbergi?
Hversu huggulegt er að geta horft á bíómyndir heima hjá sér á svona stórum skjá:)
Skrifa Innlegg