Ég er mikið að íhuga að skipta út Koparljósinu fyrir ofan eldhús/borðstofuborðið mitt. Það er eitt sem hefur verið bakvið eyrað á mér í nokkra mánuði eða síðan það kom á markað, það er nýja útgáfan af PH5 ljósinu og þá í hvítu/ljósrauðu.
(þetta er gömul mynd úr eldhúsinu, nokkrar breytingar hafa orðið síðan…)
Ekki það að ég vilji losa mig við Koparljósið, alls ekki, birtan af því hentar hreinlega ekki nógu vel sem ljós yfir matarborði nema með annarri lýsingu. PH5 ljósið er hinsvegar með eina bestu lýsingu sem ég veit um og er í þokkabót einstaklega glæsilegt.
Er þetta ekki bara ágætis hugmynd?:)
Skrifa Innlegg