fbpx

HEIMA HJÁ RAKEL

HeimiliPersónulegt

Þið munið kannski eftir henni Rakel sem stofnaði Svart á hvítu bloggið með mér í upphafi. Hún býr núna  í Leicester þar sem hún er að læra master í fashion management og ég sakna hennar ó svo mikið. Ég hef ekki ennþá heimsótt hana, en hún hefur hinsvegar komið sér mjög vel fyrir og ég leyfi mér að stelast að birta nokkrar myndir af instagraminu hennar (sem hún verður kannski ekki mjög kát með haha). @rakelrunars

Þessa fínu myndavél benti Rakel mér á að hægt væri að nálgast ókeypis hér í hárri upplausn.

Þetta er hún Rakel mín og Emil sætabaun.

Fyrst ég er byrjuð að ræna instagram myndum vinkvenna minna þá má hér sjá stofuna heima hjá henni Kristbjörgu Tinnu. Plagötin með tilvitnunum í Andy Warhol hafa notið mikilla vinsælda undanfarið og þá sérstaklega í skandinavískum heimilistímaritum og bloggum, en þau eru keypt í Moderna safninu í Stokkhólmi.
Ji hvað maður á smart vinkonur!

HÁPUNKTUR

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

  1. Þórhildur Þorkels

    5. January 2013

    æði!

  2. Margrét

    7. January 2013

    Fallegt heimili og plakötin rosa flott líka! :)

  3. Sunna

    7. January 2013

    Ó, en fínt! Ég fór og sótti mér myndavélaprintið – takk fyrir tipsið! Og Andy mætti alveg mæta heim til mín líka. Hann gæti þurft að sitja á gólfinu samt, svona miðað við veggpláss… :)

  4. Edda

    10. January 2013

    Geggjað borðstofuborðið hennar!!! veistu eitthvað um það ? :)

    x

    • Svart á Hvítu

      10. January 2013

      Hmmm, hún segir að eldhúsborðsplatan sé eldgömul sem tengdapabbi hennar smíðaði fyrir 20-30 árum.. og lappirnar undir eru frá ikea:)