fbpx

HEIMA HJÁ RAKEL RÚNARS

HeimiliPersónulegt

Ég heimsótti góða vinkonu í gærkvöldi. Áður en að fleiri úr saumaklúbbnum mættu á svæðið og á meðan að Rakel var að svæfa strákinn sinn þá stalst ég til að taka myndir á símann minn:) Jú, þessu geta vinkonur mínar átt von á með mig í heimsókn.

Það sem mér finnst svo skemmtilegt við heimilið hennar er það að þrátt fyrir að flest hennar dót sé enn úti í Englandi þar sem þau hjúin bjuggu, tekst henni samt sem áður að hafa heimilið smart!

1

Borðstofuborðið er sett saman úr plötu og tveimur búkkum úr Ikea sem hún keypti í vikunni á slikk. Stólana fundum við saman í Góða Hirðinum nýlega á 1500 krónur.

2

Koparljósið er gamalt frá fjölskyldunni hennar. Marmarabakkann keypti hún nýlega í Hrím, og gyllta vasann+kertastjakann er hún að geyma fyrir mig, en þá fékk ég í Góða Hirðinum.

3

4

Skenkinn er hún líka að geyma fyrir mig:) En þessar æðislegu taukörfur eru úr H&M home en í þeim geymir hún dót sonarins.

5Iiittala krúsin er nýtt undir falleg rör, lampinn til hliðar er gamall, hvort að skermurinn hafi ekki verið frá Habitat?

Það er alltaf hægt að gera huggulegt hjá sér sama hvernig aðstæðurnar eru:)

Góða helgi!

LAUGARDAGS

Skrifa Innlegg

14 Skilaboð

  1. Agla

    19. October 2013

    Svo fínt :) Vá hvað lampaskermurinn er fallegur! Bú, ég hefði átt að koma í gær..

    • Svart á Hvítu

      19. October 2013

      Svona er að vera single og fabulous…. þá er enginn tími fyrir tjill á föstudagskvöldi;)

  2. Sunna

    19. October 2013

    Ég vissi ekki að H&M Home væri til! Góðar fréttir…

    • Svart á Hvítu

      19. October 2013

      Jiminn, þú ert sko in for a treat! Það eru gullfallegar vörurnar þeirra og mjög ódýrar í þokkabót!:)
      H&M Home er samt alls ekki í öllum borgum þó að það sé H&M fataverslun þar…

  3. Áslaug Þorgeirs.

    19. October 2013

    Fínt fínt fín !

  4. Harpa Einars

    19. October 2013

    Mjög flott hjá Rakel :) En ég er svo forvitin hvar þið vinkonur kaupið þessi flottu rör og servíettur ?

    • Svart á Hvítu

      20. October 2013

      Ég hef fengið svona rör í NUR á Laugavegi, skal tékka á Rakel hvar hún fékk sitt:)

      • Harpa Einars

        22. October 2013

        Takk stelpur :) tékka á þessu !!

    • Rakel

      20. October 2013

      Takk Harpa :)
      Ég fékk þessi rör úti í Englandi en servíetturnar eru nú bara úr Tiger :)

    • Kristbjörg Tinna

      22. October 2013

      Harpa.. það eru til svona rauð og hvít rör í Radísu :)

  5. Hildur systir

    20. October 2013

    Litli frændi þinn verður að eignast svona körfur:) heppilegt að þú ert að fara til hollands

  6. Erla

    20. October 2013

    Mér finnst koparljósið afar heillandi

  7. Elisabeth Lind

    20. October 2013

    Fallegt heimili!!

  8. Kristbjörg Tinna

    20. October 2013

    Svo flott alltaf hjá þessari elsku :)