Ég heimsótti góða vinkonu í gærkvöldi. Áður en að fleiri úr saumaklúbbnum mættu á svæðið og á meðan að Rakel var að svæfa strákinn sinn þá stalst ég til að taka myndir á símann minn:) Jú, þessu geta vinkonur mínar átt von á með mig í heimsókn.
Það sem mér finnst svo skemmtilegt við heimilið hennar er það að þrátt fyrir að flest hennar dót sé enn úti í Englandi þar sem þau hjúin bjuggu, tekst henni samt sem áður að hafa heimilið smart!
Borðstofuborðið er sett saman úr plötu og tveimur búkkum úr Ikea sem hún keypti í vikunni á slikk. Stólana fundum við saman í Góða Hirðinum nýlega á 1500 krónur.
Koparljósið er gamalt frá fjölskyldunni hennar. Marmarabakkann keypti hún nýlega í Hrím, og gyllta vasann+kertastjakann er hún að geyma fyrir mig, en þá fékk ég í Góða Hirðinum.
Skenkinn er hún líka að geyma fyrir mig:) En þessar æðislegu taukörfur eru úr H&M home en í þeim geymir hún dót sonarins.
Iiittala krúsin er nýtt undir falleg rör, lampinn til hliðar er gamall, hvort að skermurinn hafi ekki verið frá Habitat?
Það er alltaf hægt að gera huggulegt hjá sér sama hvernig aðstæðurnar eru:)
Góða helgi!
Skrifa Innlegg