fbpx

HEIMA HJÁ LOTTU AGATON

Heimili

Lotta Agaton er einn frægasti innanhússstílisti á Norðurlöndunum og er gífurlega vel þekkt á meðal bloggara sem fylgja eftir hverju skrefi sem hún tekur. Ásamt því að starfa sem stílisti rekur hún verslun í Stokkhólmi sem ég reyndi einmitt að heimsækja í fyrra, en eftir mikla leit kom ég að lokuðum dyrum, því að það er bara opið á fimmtudögum! Ég mæli þó virkilega með heimsókn ef þið eigið leið hjá; heimilisfangið er Radmansgatan 7.

Fyrir nokkru birtust fyrst myndir af heimili hennar í tímaritinu RUM (sem ég mæli líka innilega með að lesa.) en myndirnar voru þó bara rétt í þessu að detta á netið fyrir fleiri að njóta.

Þetta heimili er ekkert nema æðislega fallegt. Hvítt í grunninn en með sterkum andstæðum þar sem margir hlutirnir & húsgögnin eru svört. Hún blandar einnig náttúrulegum efnum við svosem við og leðri og lifandi plöntur má finna í hverju rými, sem gerir heimilið nokkuð sérstakt.
Leðurstólarnir frá Borge Mogensen, keramikfígúra frá Jamie Hayon, Ton stólar með örmum og álhlutir eftir Annalena.. ég gæti haldið endalaust áfram.
Vonandi veita þessar myndir ykkur innblástur:)
Myndir: Pia Ulin / Stílisti: Lotta Agaton

53 FM

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Heiða

    9. February 2013

    Ferlega flott! Allir hlutirnir á barborðinu,grænu flöskurnar,spegillinn með augnlæknaáletruninni osfrv…

  2. Guðrún Vald.

    9. February 2013

    Ekkert smá margt þarna sem maður vildi eiga sjálfur! Guðdómlega fallegt heimili en mér finnst samt vanta pínu glaðlega liti inná milli.