fbpx

HEIMA HJÁ ANNALEENA

Heimili

Mikið gladdi það mig að rekast á innlit hjá sænska stílistanum Annaleena Karlsson frá bloggsíðunni frægu, Annaleenas Hem. Ég hef lengi fylgst með henni og tengi mikið við stílinn hennar, þá helst þennan hráleika og svo er stíllinn hennar líka frekar töffaralegur. Annaleena sem er menntuð sem hjúkrunarfræðingur stefndi alltaf á að verða ljósmóðir en skipti heldur betur um stefnu í lífinu og starfar í dag við “interior” eða innanhúss-stíliseringu og ljósmyndun. Hún segir áhugann á innanhúshönnun hafa kviknað af alvöru við byggingu á draumahúsinu sínu sem myndirnar hér að neðan eru frá. Fyrir áhugasama þá er hægt að lesa viðtalið við hana á vefsíðu tímaritsins Residence, en þar birtust myndirnar fyrst. Þetta heimili er algjörlega æðislegt!

varberg06_2

Eldhúsið er skemmtilega hannað, göt á skápahurðum og skúffum í stað þess að nota höldur, -allt fyrir heildarlúkkið. Einnig segir hún stálplöturnar vera í iðnaðareldhúsa gæðum, s.s. þykktin er slík að leggja má heitt á plötuna og missa þunga hluti án þess að það sjáist á henni. Hreindýrahornin eru svo auðvitað punkturinn yfir i-ið.

VARBERG16

varberg23

annaleenashem

varberg04

Yfir borðstofuborðinu hangir þetta risavaxna ljós, en þetta er í raun karfa sem Annaleena spreyjaði svarta og hengdi upp sem ljós. -Góð hugmynd:)

Screen shot 2013-10-06 at 10.51.53 AM
Æðislegt heimili ekki satt? 

VINNINGSHAFINN

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. s

    7. October 2013

    held þetta sé reyndar körfuljós frá Tine K

    • Svart á Hvítu

      7. October 2013

      Hæhæ nei, þetta var karfa sem hún spreyjaði svarta, karfan var þó frá Tine K. Ef þau eru farin að selja svona ljós þa kemur hugmyndin frá Annaleena:)
      -Svana

  2. Dagný Björg

    7. October 2013

    Svo flott að ég held ég deili à mínu bloggi líka! :)

  3. Embla

    7. October 2013

    körfuljósin fást í magnoliu Design á laufásvegi :)

  4. S

    7. October 2013

    Stelpurnar hjá Magnolia hafa allavega auglýst þetta sem körfuljós frá Tine K. Þær hafa sett inn einhverjar myndir þar sem er búið að stílisera þetta sem ljós. En hvað veit ég svo sem;)

    • Svart á Hvítu

      7. October 2013

      Já er það:) Samt algjör snilld að geta notað þetta bara á báða vegu…. þær eru greinilega svona útsjónasamar.
      -Svana

  5. Fjóla

    14. October 2013

    Geðveikt hús!!