fbpx

HEIMA HJÁ ALMARI

HeimiliIkeaÍslensk hönnun

Vöruhönnuðurinn Almar Alfreðsson hefur gert það mjög gott undanfarið ár með hönnun sinni Jón í lit. Hann flutti þó nýverið ásamt fjölskyldu sinni til Akureyrar en myndirnar hér að neðan eru frá fallegu heimili þeirra í Reykjavík sem ég var mjög heilluð af. Þarna eru augljóslega smekkhjón á ferð og hægt að fá margar hugmyndir frá þessari litlu en heillandi íbúð. Það verður spennandi að fylgjast áfram með Almari en hægt er að fá fréttir af hönnun hans, Jón í lit hér.

Vinnuherbergi hjónanna. Ég er mjög hrifin af þeirri lausn að hafa margar Ikea Lack hillur á einum vegg, og gæti vel hugsað mér að setja svona upp á mínu heimili. Uten Silo smáhlutahillan hangir á veggnum og Eros stóllinn eftir Philippe Starck sómar sér vel við skrifborðið.

Hella Jongerius, Polder sófinn nýtur sín vel á heimilinu, þarna má einnig sjá Fuzzy kollinn, Philippe Starck stólinn, nokkra Maura og Krumma eftir Aðalheiði S. Eysteinsdóttur listamann á Akureyri.

“30 túlípanar, í Savoy vasa eftir Alvar Aalto, geta gjörbreytt stofunni og fengið konuna til að brosa út að eyrum.” segir Almar á facebook síðu sinni þar sem ég rakst á þessa fallegu mynd.

Kötturinn Hneta er líka hrifin af sófanum.

Eames – Hang it all snaginn forstofunni.
Tam Tam kollar, upphaflega hannaðir árið 1986, og Aalto trébakkinn fallegi.
 Og svo síðast en ekki síst þá má hér sjá Jón í lit.
Þess má geta að heimili Almars var birt í heild sinni í Hús og Híbýli snemma árs 2012, hvort það hafi ekki verið maí-blaðið?:)
Nýárskveðjur, Svana

ÁRAMÓTAKVEÐJA ♡

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

  1. Guðný

    1. January 2013

    Veistu hvaðan hvíta háa bókahillan er, þessi sem er inni í stofunni?

  2. Svart á Hvítu

    1. January 2013

    Hún heitir Random og er frá MDF Italia.. mig minnir að það sé Penninn sem sé með umboðið fyrir henni.
    -Svana

  3. Hildur systir

    2. January 2013

    mjög flott íbuð og Jón í lit líka:)

  4. Hildur Ragnars

    3. January 2013

    vá hvað þetta er björt og skemmtilega litrík íbúð!!

    x

  5. Guðný

    19. October 2013

    Hjálp, hvar fæ ég þetta sófaborð, þetta hvíta lága háglans, það er svo fallegt!

    • Svart á Hvítu

      20. October 2013

      Hæhæ, þetta borð keypti Almar á sínum tíma í Saltfélaginu, en það er lítið mál að láta sérsmíða e-ð svipað fyrir sig:)
      -Svana