fbpx

ÁRAMÓTAKVEÐJA ♡

Persónulegt

Það er gaman að lesa áramótaheit vina sinna á netinu og eru sumir metnaðarfyllri en aðrir:) Ég ætla að setja mér mörg lítil markmið fyrir árið 2013 sem að ég ætti auðveldlega að geta tæklað, en markið eins og mæta 5x í ræktina í viku og hætta að borða súkkulaði myndi ég ekki einu sinni byrja á að skrifa niður á blað.

En þegar ég lít til baka yfir liðið ár og hugsa til tækifæra sem að mér voru veitt vil ég deila með ykkur nokkrum hlutum sem að ég lifi kannski ekki eftir, en þetta er mér mjög ofarlega í huga.

Þetta er það allra besta sem að ég hef tileinkað mér og ég vildi óska þess að fleiri myndu gera hið sama. Ef að mér dettur eitthvað í hug þá hika ég ekki mikið lengur en í hálftíma við að framkvæma það, og þessar skyndihugmyndir mínar hafa hinsvegar veitt mér svo margt.

!

 
2012 var nokkuð viðburðarríkt. Ég skilaði BA ritgerðinni minni um hönnunareftirlíkingar, fór á hönnunarsýninguna í Stokkhólmi, útskrifaðist sem vöruhönnuður og Andrés sem húsgagnasmiður, var fastráðin hjá Húsum og Híbýlum, fór í yndislega Akureyrarferð með saumaklúbbnum og mökum, gerðist meðlimur Trendnets, flutti í Hafnarfjörð, lærði uppstoppun, fór til New York með fjölskyldunni og kynntist svo ótalmörgum snillingum.
Ég vil þakka öllum þeim sem leggja leið sína á Svart á hvítu fyrir lesturinn og ég hvet ykkur til að halda því áfram því að næsta ár verður enn betra:)
Áramótakveðjur, Svana
xxx

ANGENÄM : IKEA

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Dúdda

    31. December 2012

    Takk fyrir allan innblásturinn á árinu! Gleðilegt nýtt ár!

  2. SigrúnVikings

    2. January 2013

    Gleðilegt ár kæra vinkona! hlakka til að fylgjast með öllu því skemmtilega sem á eftir að gerast 2013 :) þú ert dugnaðarforkur og það er ekki að ástæðulausu að tækifærin flæða til þín ;)

  3. Agla

    3. January 2013

    Gleðilegt ár elsku Svana mín :)