fbpx

HAY-pinocchio teppið

HeimiliHönnun
Pinocchio teppið frá danska hönnunarfyrirtækinu HAY dregur nafn sitt frá litríkum sykurhúðuðum lakkrískúlum. Teppið er handgert í Nepal þar sem að hver kúla er þæfð í höndunum og svo sett á þráð eins og perlufesti. 
Ef það væri til fegurðarsamkeppni fyir teppi, þá myndi Pinocchio teppið án efa taka 1sta sætið.
Virkilega skemmtilegt teppi. 
HAY hefur verið að gera mjög góða hluti nýlega, en fyrirtækið var aðeins stofnað árið 2002. 
Og vinna þau með það að leiðarljósi að framleiða gæðahönnun á viðráðanlegu verði!

Litir litir litir..
Þetta teppi er með nóg af þeim.

...

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Stína

    6. June 2011

    veit nú ekki alveg með viðráðanlegt verð … 60 cm motta kostar 100 þúsund kall í Epal.

    En hún er GUÐDÓMLEGA falleg

  2. Anna Margrét

    6. June 2011

    Úff ég átti nú von á verði sem innihélt alveg talsvert fleiri núll. Ef ég ætti 100 þúsund til að eyða í mottu yrði þessi alveg örugglega fyrir valinu.

    Minnir mig á svona risa tyggjó kúlur :-9

  3. Anonymous

    6. June 2011

    Var einmitt að skoða svona í Epal um daginn og hugsaði með mér, að það væri nú frábært ef allar konurnar sem eru að búa til ljótu hálsmenin úr svona þæfðum kúlum, gætu ekki bara gert svona mottur í öllum stærðum og gerðum :)

    kv. Munda