Pinocchio teppið frá danska hönnunarfyrirtækinu HAY dregur nafn sitt frá litríkum sykurhúðuðum lakkrískúlum. Teppið er handgert í Nepal þar sem að hver kúla er þæfð í höndunum og svo sett á þráð eins og perlufesti.
Ef það væri til fegurðarsamkeppni fyir teppi, þá myndi Pinocchio teppið án efa taka 1sta sætið.
Virkilega skemmtilegt teppi.
HAY hefur verið að gera mjög góða hluti nýlega, en fyrirtækið var aðeins stofnað árið 2002.
Og vinna þau með það að leiðarljósi að framleiða gæðahönnun á viðráðanlegu verði!
Litir litir litir...
Þetta teppi er með nóg af þeim.
Skrifa Innlegg