fbpx

Haute Couture

Umfjöllun

Ég horfði á einstaklega áhugaverða heimildamynd í nótt sem heitir The secret life of Haute Couture. Ég er ekki nkl með á hreinu síðan hvenær hún er, kannski nokkura ára gömul en það breytir engu. Ég virkilega naut þess að horfa á myndina og lærði heilan helling.
Svo ef þú hefur einlægan áhuga á tísku þá muntu hafa mjög gaman af myndinni sem er klst að lengd:)
Hér er linkurinn á myndina ” The secret life of Haute Couture”
Í myndinni er t.d. viðtal við Karl Lagerfield, Valentino og Galliano sem tróna á toppnum þegar kemur að Haute Couture að mínu mati.
Hérna er Balmain að handsauma Haute Couture kjól árið 1947

Fyrir þær sem ekki vita þá þýðir Haute Couture að flíkin er handsaumuð frá grunni úr mestu gæðaefnum sem í boði eru og þeim dýrustu. Það er lögð rosa mikil áhersla á details og hver flík tekur marga daga í vinnslu. Haute Couture er verndað nafn og tískuhúsin sem vilja hanna Haute Couture þurfa að vera samþykkt og þurfa að standast hæðstu gæðakröfur. Mikill skortur er á þessum gæðasaumakonum í heiminum sem kunna þessa gömlu tækni sem hentar Haute Couture, en Chanel hefur keypt margar þeirra til að vera 100% viss um að þeim muni ekki skorta eina næstu árin. Það er einnig talið að þetta sé deyjandi list, því list er þetta jú. Og það þykir mér mjög sorglegt.
Miðað við það sem fram kemur í myndinni eru aðeins fáar konur í heiminum sem hafa efni á þessum flíkum og einnig komst ég að leyndarmálinu afhverju tískudrottningar heimsins eru allar svona mjóar!
Ef þær passa í flíkina sem sýnd er á módelinu þá fá þær 30% afslátt af henni haha! Ef ekki, þá þarf að handsauma aðra alveg frá grunni. Þær eru s.s. svona mjóar til að spara:)

Og úr einu í annað.
Í þessu myndbandi sem ég fann er viðtal við hina einu sönnu Anna Dello Russo sem var líka nokkuð skemmtilegt:)
Og hún spjallar smá um stílinn sinn og sýnir nokkrar flíkur.
En besta kommentið frá henni er að þegar hún fer út með karlmanni þá dressar hún sig niður, því henni finnst hún stundum klæðast eins og trúður! Og karlmenn skilja ekki alla tísku:)


Ef að þið þraukið í gegnum þessa klst heimildamynd megið þið endilega deila með mér hvort ykkur hafi líkað hún jafn vel og mér. Því ég var alveg heilluð.

-S

Shirt Skirt

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

  1. Sara

    19. May 2010

    Úú en spennandi! Ég ætla að tjékka á þessu í kvöld :)
    xx

  2. Style Duo

    19. May 2010

    Vá! hljómar vel.. ætla pottþétt að kíkja á þessa :)

  3. Thorhildur

    20. May 2010

    Haha ég verð að viðurkenna að ég geri það nákvæmlega sama og hún Anna Dello Russo vinkona mín – dressa mig niður fyrir stráka eins asnalega og það hljómar haha! Þeir bara fatta þetta ekki og finnst ég stundum lýta út eins og trúður. Ég mun alveg pottþétt tékka á þessari mynd, ég er einmitt ný búin að horfa á heimildarmynd um Valentino, Valentino – The Last Emperor þar sem farið er í smáatriðin á þessu öllu. Mæli mjööög með henni.

  4. Anonymous

    20. May 2010

    Æðisleg heimildarmynd! Takk fyrir að benda okkur á hana :)
    -margret-

  5. Anonymous

    20. May 2010

    Mjög áhugaverð mynd, gaman að henni :)

    – Silja M

  6. H og G

    20. May 2010

    Ótrúlega skemmtileg mynd!

  7. Anonymous

    20. May 2010

    Æðisleg mynd, takk fyrir að benda á hana :)

    Tinna

  8. SVART Á HVÍTU

    20. May 2010

    Æðislegt að heyra!! Gott að ykkur hafi líkað hún:)
    -Svana